Klæðning Eldheima þolir illa veðráttuna

Klæðning Eldheima er á köflum verulega illa farin og hafa nú verið hafnar aðgerðir til að fjarlægja þá hluta sem verst standa. Frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar. Bent á áskoranir strax í upphafi Byggingu Eldheima lauk árið 2014 og var húsið lokaverkefni arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur í arkitektanámi hennar í Árósum. Ytra byrði […]
Kósí stemning í miðbænum í gær

Notaleg stemning var í miðbænum í gærkvöldi þegar þrjár verslanir, Póley, Sjampó og Litla skvísubúðin, buðu viðskiptavinum í kvöldopnun. Boðið var upp á ýmis tilboð og kynningar ásamt léttum veitingum. Litla skvísubúðin fagnaði 15 ára afmæli sínu og var með flotta tískusýningu sem vakti mikla athygli. Sjampó var með kynningu á Sebastian hárvörum og var […]
Á snurvoð, færum og síld

Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og var áberandi í bæjarlífinu. Óli segir frá æsku sinni og uppvexti, þátttöku í atvinnulífi og pólitík, einkamálum, prakkarastrikum og því þegar hann og Hjálmar Guðnason sáu upphaf Heimaeyjargossins. Bókin er 315 bls. og prýdd […]
Jólaþorp Vöruhússins opnar á ný á aðventunni

Vöruhúsið mun á ný opna jólaþorp sitt í aðdraganda jóla líkt og í desember í fyrra. Um er að ræða samfélagsverkefni Vöruhússins þar sem félagssamtökum/fyrirtækjum gefst kostur á að selja varning tengdan jólum. Framtakið heppnaðist afar vel í fyrra og var Jólaþorpið vel sótt af börnum sem fullorðnum sem mættu og áttu notalega jólastund í […]
HS Vélaverk ehf. fagnar tíu ára afmæli

HS Vélaverk ehf. vélaverktakar er í eigu Hafþórs Snorrasonar og Hermanns Sigurgeirssonar. Fyrirtækið fagnaði tíu ára afmæli þann fyrsta október sl.. Umfangið hefur aukist á þessum tíu árum og hefur verið nóg að gera. Starfsmenn eru sjö og hafa þeir yfir að ráða 21 tæki af öllum stærðum. Þeir hafa komið að nokkrum stærstu verkefnum í Vestmannaeyjum […]
Eyjamenn gerðu jafntefli við ÍR á útivelli

Karlalið ÍBV í handbolta og botnlið ÍR mættust í níundu umferð Olís deildar karla í Skógarseli í kvöld. Leiknum lauk með 36:36 jafntefli. Fyrri hálfleikurinn var jafn og skiptust liðin á að leiða. Þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik, Nathan Doku Helgi Asare og Nökkvi Blær Hafþórsson leikmenn ÍR og Ísak […]
Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni

Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og […]
Mikil viðurkenning fyrir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 í flokki framúrskarandi iðn- eða verkmenntunar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 4. nóvember. Verðlaunin eru veitt árlega til að heiðra framúrskarandi starf í íslensku menntakerfi. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Að auki er veitt […]
Okkar verk að skapa nýja möguleika og tækifæri

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur vakið athygli vítt um land fyrir áhugaverð verkefni sem það hefur komið í framkvæmd. Má þar m.a. nefna yfirgripsmiklar rannsóknir og veiðar á rauðátu og möguleikum á vinnslu hennar. Veiðar á bolfiski í gildrur sem önnur þekkingarsetur hafa sýnt áhuga á. Loks er það kafbátaverkefnið, samstarfsverkefni Bresku haffræðistofnunarinnar og Þekkingarsetursins. Hörður Baldvinsson er […]
Ástríða, þrautseigja og Vestmannaeyjar í forgrunni

Líf og saga Vestmannaeyja fengu á sunnudaginn fallega umgjörð í Sagnheimum þegar tvær konur með sterk tengsl við samfélagið kynntu bækur sínar. Annars vegar var það knattspyrnukonan og Eyjakonan Margrét Lára Viðarsdóttir, sem kynnti ævisögu sína Ástríða fyrir leiknum. Hins vegar Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og nú rithöfundur sem stígur nú fram sem spennusagnahöfundur með bókina Diplómati deyr. Þrautseigja og eldmóður rauður þráður […]