Funduðu saman í fyrsta sinn

Stjórnarfólk íþróttahéraða á Suðurlandi og framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) fundaði í fyrsta sinn öll saman á föstudag í síðustu viku. Fundað var í Vestmannaeyjum. Fram kemur í frétt á umfi.is að markmiðið með fundinum hafi verið að byggja brú á milli sambandanna. Rakel Magnúsdóttir segir ferðina hafa heppnast frábærlega. „Þetta var fyrsti samráðsfundur íþróttahéraða á […]

Fátt um svör við fyrirspurn um lundann

Lundar Gomul Eyjafrettir

Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og formaður atvinnuveganefndar Alþingis sendi á dögunum skriflega fyrirspurn til Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um lundaveiði. Svör hafa nú borist frá ráðherra. Sigurjón segir að það sem er áhugavert við svarið sé m.a. að veiði hefur dregist saman. „Ekki er vitað um hve mikil sala er á lunda í […]

Reiknað með fyrstu niðurstöðum í haust

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Eyjólfur Ármannssson, innviðaráðherra hefur svarað fyrirspurn frá Gísla Stefánssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins um samgöngur milli lands og Vestmannaeyja. Afstaða tekin til verkefnisins í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun Gísli spurði annars vegar hvort ráðherra hyggist tryggja fjármagn á þessu ári sem þarf til að hefja rannsóknir á jarðlögum í Vestmannaeyjum í samræmi við ráðleggingar starfshóps um […]

Yfir 2000 lundapysjur skráðar

Þegar þessi frétt er skrifuð um klukkan 13.00 er búið að skrá 2079 lundapysjur í pysjueftirlitið á lundi.is. Mikið magn virðist vera að fljúga á bæinn um þessar mundir. Fram kemur á Facebook-síðu eftirlitsins að af 784 pysjum sem vigtaðar hafi verið er meðalþyngd þeirra aðeins 243 grömm. Þar segir jafnframt að ekki sé að […]

Hljómsveitin Skógarfoss – Til heiðurs forferðrunum

Það var skemmtilegt uppbrot í heimsókn Mormóna frá Utah í byrjun júní þegar hljómsveitin Skógarfoss steig á svið á miðri ráðstefnunni. Eins og nafnið bendir til á fólk í sveitinni ættir að rekja til Íslands. „Þess vegna völdum við íslenskt kennileiti þegar kom að því að gefa hljómsveitinni nafn. Ekki síst vegna þess að fjölskylda […]

ÍBV mætir Fylki á útivelli

Lokaumferð Lengjudeildar kvenna fer fram í dag. ÍBV nú þegar búið að tryggja sér titilinn í deildinni. Liðið mætir Fylki í Árbænum í dag. Fylkir í næstneðsta sæti með 8 stig. Leikurinn hefst klukkan 17.30 í dag. Leikir dagsins: (meira…)

Göngum í skólann og Ólympíuhlaup

Föstudaginn 5. september verður uppbrotsdagur í Grunnskóla Vestmannaeyja þegar Ólympíuhlaup ÍSÍ og vinadagur að hausti fara fram. Hlaupið hefst kl. 11 og eru foreldrar og aðstandendur hvattir til að taka þátt og skokka með börnunum. Á sama tíma hefst árlegt verkefni Göngum í skólann í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og […]

Olga áfram með ÍBV

Lettneska knattspyrnukonan Olga Sevcova hefur ákveðið að framlengja dvöl sína í Vestmannaeyjum um eitt ár í það minnsta og halda áfram að spila með ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Þegar Olga kom fyrst til landsins og gekk í raðir ÍBV árið 2020 þá gerði hún samning út það keppnistímabil, fáir hefðu […]

Út í Elliðaey

K94A3452

Elliðaey er þriðja stærsta eyjan í Vestmannaeyjarklasanum. Hún er 0,45 km² að flatarmáli og er eyjan í náttúruminjaskrá því þar eru mjög miklar og sérstæðar sjófuglabyggðir. Halldór B. Halldórsson slóst í för með nokkrum Elliðaeyingum sem voru á leið út í eyju í gær. Myndband hans má sjá hér að neðan. (meira…)

Ótrúleg saga 200 Vestmannaeyinga

„Það er magnað að hugsa til þess að á rúmlega 50 ára tímabili frá 1855 fluttust um 400 Íslendingar vegna trúar sinnar á slóðir mormóna í Spanish Fork í Utah í Bandaríkjunum. Og það er enn merkilegra að um helmingur þessa fólks – 200 manns – fóru frá Vestmannaeyjum þegar íbúafjöldi hér var að jafnaði […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.