Takk fyrir að njóta gleðinnar með okkur

Kæru vinir Okkar bestu þakkir fyrir mig í tilefni 50 ára afmælisins. Takk fyrir að njóta gleðinnar með okkur, takk fyrir gjafir og framlög ykkar á styrktarreikning þjónustukjarnans sem við í Kjarnanum eigum eftir að njóta. Þóra Magnúsdóttir og fjölskylda (meira…)
Samstaða er sterkasta vopnið

Á margan hátt má segja að samtakamáttur Vestmannaeyinga sé eitt af einkennum okkar sem hér búum. Þetta er vissulega ekki alltaf sýnilegt en þegar vel er að gáð koma fjölmörg dæmi þess glögglega í ljós. Eitt lítið dæmi um þetta er samtakamáttur ferðaþjónustuaðila hér í bæ sem ákváðu árið 2019 að í stað þess að […]
Tröll og forynjur

Eitt af mörgu góðu við Eyjamenn er sú einbeitta leikgleði sem ríkir í samfélagi þeirra. Á Heimaey tekur fólk gleðina föstum tökum og veit sem er að án leiks er ekkert líf. Frá alda öðli hefur mannskepnan gert sér leik að tröllum og forynjum og sögur af óvættum gegna mikilvægu hlutverki hvarvetna á byggðu bóli. […]
Baráttumálin okkar fengið samhljóm í bæjarstjórn

Við sjálfstæðisfólk í Vestmannaeyjum erum að horfa á eftir annasömu ári. Það sem stendur uppúr að lokum er að samstaðan er mikil. Auðvitað er það ákveðinn lífstíll að vilja búa á eyju á Íslandi sem sjálft er lítil eyja langt norður í Atlandshafi. En hér eigum við heima og njótum þess að vera þar sem […]
Áramótapistill forstjóra HSU

Viðburðarríkt ár en senn á enda og við tekur nýtt ár með nýjum tækifærum. Við árslok er mér efst í huga þakklæti til alls starfsfólks fyrir samstöðu og seiglu. Þótt heimurinn hafi opnast á ný í framhaldi af heimsfaraldri blasa áfram við margvísleg verkefni og er það einlæg von mín að komandi ár færi okkur […]
Bjart yfir bænum okkar

Það er bjart yfir í Vestmannaeyjum þessi áramótin – þótt allt sé á kafi í snjó. Árið sem nú er að draga síðustu andartökin var okkur á margan hátt gjöfult og gott. Það áraði vel í sjávarútvegi og ferðaþjónustan náði sér aftur á strik eftir nokkur mögur covid-ár. Ýmis önnur atvinnutengd starfsemi stendur líka í […]
Byggjum upp með framtíðina að leiðarljósi

Síðastliðinn vetur, í framhaldi af tíðum leka í Íþróttamiðstöðinni, ritaði ég á fésbókarvegginn minn vangaveltur um framtíðarsýn varðandi Íþróttamiðstöðina. Mig langar aðeins að varpa þeim fram aftur og þá sérstaklega eftir að hafa skoðað ný húsnæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjölþætt þjónusta sveitarfélaga er undir sama þaki eða samtengd. Við í Vestmannaeyjum stöndum frammi fyrir […]
Mannamót – styrkir tengsl og eykur þekkingu

Árið 2023 byrjar með trompi hjá Markaðsstofu Suðurlands en fimmtudaginn 19. janúar verða haldin Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi. Mannamót hefur verið fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu undanfarin ár en þar hafa hátt í þúsund gestir mætt og sýnendur verið yfir 250. Sunnlensk ferðaþjónusta hefur verið áberandi og hafa rótgróin fyrirtæki sem og […]
Ráðning hafnarstjóra: Formgallinn stendur einn eftir

Eftir að dómur er fallinn varðandi ráðningu í starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum stendur ekkert eftir af málinu annað en formgallar í málsmeðferð Framkvæmda- og hafnarráðs og að athafnir ráðsins hafi ekki verið rétt færðar til bókar í fundargerð. Af því er rétt og skylt að læra og verður gert. Vestmannaeyjabær var sýknaður að fullu í […]
Lög brotin við ráðningu hafnarstjóra

Brotin voru lög við ráðningu hafnarstjóra. Dómsorð taldi málsmeðferð hafnarstjórnar ámælisverða og ekki lögum samkvæmt. Hafnarstjórn sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni né veitti stefnanda andmælarétt. Ekki var sýnt fram á að leitast hafi verið við ráða hæfasta einstaklinginn og málsmeðferð Vestmannaeyjahafnar dró mjög úr raunhæfum möguleikum stefnanda á að verða ráðinn í starfið Ítrekaðar viðvaranir Sjálfstæðismanna […]