Áramótapistill forstjóra HSU
2. janúar, 2023
Díana Óskarsdóttir mynd: HSU

Viðburðarríkt ár en senn á enda og við tekur nýtt ár með nýjum tækifærum. Við árslok er mér efst í huga þakklæti til alls starfsfólks fyrir samstöðu og seiglu. Þótt heimurinn hafi opnast á ný í framhaldi af heimsfaraldri blasa áfram við margvísleg verkefni og er það einlæg von mín að komandi ár færi okkur þá gæfu að mannkyninu takist að leiða ágreininga til lykta án átaka. 

Það er mikilvægt að vera með skýra stefnu í heilbrigðismálum, en stórt skref var tekið þegar stjórnvöld samþykktu fyrir nokkrum árum að innleiða heilbrigðisstefnu sem gildir til ársins 2030. Stefnan kveður á um uppbyggingu á heildstæðu og öflugu heilbrigðiskerfi til framtíðar fyrir okkur öll.  Á síðustu árum höfum við unnið markvisst að heildar stefnumótun innan HSU sem tekur mið af heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Framtíðarstefna okkar er að vera leiðandi í heilbrigðismálum á landsbyggðinni og jafnframt að vera framúrskarandi vinnustaður. Til að ná markmiðum okkar leggjum við mikla áherslu á að vera með sterka liðsheild meðal starfsfólks, auka starfsánægju og bæta þá þjónustu sem við veitum.  

Mannauður hverrar stofnunar er andlit hennar og því er afar mikilvægt að huga að vellíðan og starfsánægju á vinnustað. Það er eftir miklu að sækjast að byggja upp góðan og öflugan vinnustað þar sem starfsfólki líður vel í vinnunni og því er það eitt af lykil áherslum í starfsáætlun HSU að vinna að uppbyggingu mannauðsmála þar sem áhersla er lögð á starfsánægju, gott starfsumhverfi og markvissa starfsþróun. Mikilvægt skref hefur náðst í jafnréttismálum stofnunarinnar en HSU hlaut jafnlaunavottun árið 2020 til 2023 auk þess sem stofnunin hefur tvö síðustu ár hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. Þessari vinnu er hvergi lokið og höldum við ótrauð áfram á þessari braut með það að markmiði að gera gott starf enn betra.  

Á árinu fékk HSU viðurkenninguna að mega bera titilinn Heilsueflandi vinnustaður, samkvæmt Embætti landlæknis. Heilsuefling á vinnustöðum er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsfólks og samfélagsins alls og miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks. Við fögnum þessu skrefi og teljum viðurkenninguna styrkja okkur í þeirri vegferð að efla mannauð okkar enn frekar með bættri heilsu og líðan. 

HSU vinnur markvisst að umhverfismálum og hefur stofnunin nýverið fengið úttekt á þriðja skrefi í verkefninu Græn skref. Skrefin eru alls fimm og er stefna HSU að ljúka þeim öllum á komandi ári. Starfsfólk stofnunarinnar á hrós skilið fyrir þeirra þátt í að gera HSU að umhverfisvænni vinnustað, en við lítum á þetta verkefni sem frábæra leið til þess að virkja starfsfólk og miðla fræðslu um umhverfis- og sjálfbærnimál.  

HSU stendur frammi fyrir vaxandi þjónustuþörf á ört stækkandi íbúasvæði. Okkar stærsta áskorun í þeim málum er mönnun sem nauðsynleg er til að tryggja fullnægjandi þjónustu á öllum okkar starfsstöðvum. Með markvissri uppbyggingu fjarheilbrigðisþjónustu skapast tækifæri til að veita góða heilbrigðisþjónustu þrátt fyrir takmarkaða mönnun innan starfsstöðvanna. Í þessari vegferð er jafnframt mikilvægt að efla teymisvinnu og þverfaglegt samstarf innan heilsugæslunnar, en þverfagleg þekking og reynsla eykur á skilvirkni þjónustunnar.  

Þjónusta sérgreinalækna á landsbyggðinni hefur lengi verið áskorun en oftar en ekki reynist erfitt að manna sérfræðistöður utan höfuðborgarsvæðisins. Hjá HSU vinnum við hörðum höndum að því að efla sérfræðiþjónustu eins og kostur er. Þær sérgreinar sem núna eru í boði innan HSU eru krabbameinslækningar, lungnalækningar, meltingarfæralækningar, barnalækningar, geðlækningar, hjartalækningar og augnlækningar. Á síðasta ári fóru nær 90% heimsókna Sunnlendinga til krabbameinslæknis fram heima í héraði. Þessar tölur sýna glögglega að notendur þjónustunnar kunna vel að meta að fá þjónustuna í nærumhverfinu með tilheyrandi ferða- og tímasparnaði.  

Starf augnlækna er orðið sérhæfðara og sjá þeir í sífellt minna mæli um sjónmælingar sem hafa færst yfir til sjóntækjafræðinga. Sérhæfðari starfsemi augnlækna hefur færst yfir á einkastofur þeirra vegna sérhæfðs tækjabúnaðar og einungis 15% heimsókna Sunnlendinga til augnlækna fara fram í héraði. Til að mæta þessari þróun hefur HSU nú farið þá leið í samstarfi við augnlæknastöðina Sjónlag í Reykjavík að beita fjarlækningatækninni og hófst slík starfsemi í Vestmanneyjum í lok síðasta árs. Þjónustan er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og hefur starfsemin farið vel af stað. 

HSU hefur sett sér háleit markmið í öldrunarþjónustu en stofnunin rekur nú fjölmörg hjúkrunarrými á Selfossi og í Vestamannaeyjum. Á síðustu vikum hefur stofnunin opnað nýtt glæsilegt hjúkrunarheimili á Selfossi sem ber nafnið Móberg. Á Móbergi eru alls 60 hjúkrunarrými sem skiptast upp í fimm heimiliseiningar. Á komandi vikum mun HSU jafnframt fara af stað með nýtt verkefni sem ber heitið Heimaspítali fyrir aldraða. Markmið verkefnisins er að fækka innlögnum á sjúkrahús og stytta innlagnartíma með stuðningsmeðferð í heimahúsi. Fyrst um sinn verður þjónustan innleidd á Selfossi og nágrenni en vonir standa til að geta útfært þjónustuna víðar. Það er gaman að segja frá því að verkefnið var kynnt við góðar undirtektir á nýsköpunarmóti í nóvember s.l. sem haldið var á vegum Ríkisstjórnar Íslands. 

Fleiri ný verkefni eru að fara af stað hjá HSU og má þar nefna fjarheilbrigðisþjónustuverkefni sem unnið er í samvinnu við Öryggismiðstöðina. Fjarheilbrigðisþjónustan mun fara fram með notkun norsks kerfis sem hefur verið í notkun víða í Noregi, bæði hjá sveitarfélögum og á spítölum. Um er að ræða heildstætt kerfi þar sem heilbrigðisstarfsfólk getur sinnt fjareftirliti með skjólstæðingum með ýmsa langvinna sjúkdóma. Í upphaf verkefnisins verður áhersla lögð á að þjónusta skjólstæðinga með hjartabilun, en verkefnið mun þó ekki takmarkast við þann sjúklingahóp. Þjónustan fer þannig fram að skjólstæðingar með langvinna sjúkdóma framkvæma sjálfir ýmsar heilsufarsmælingar og svara spurningum, en fá einnig skjáheimsóknir og fræðslu um sína sjúkdóma. Þannig geta bæði skjólstæðingar og heilbrigðisstarfsfólk fylgst betur með heilsufari og einkennum hverju sinni og brugðist hratt við með snemmtækri íhlutun ef breytingar verða á heilsufari og þannig komið í veg fyrir spítalainnlögn. Verkefnið stuðlar að umbótum og nýbreytni í heilbrigðisþjónustu á sama tíma sem það fellur vel að áherslum heilbrigðisráðherra í þessum málum. Þá má sérstaklega nefna að lausnin er hönnuð til að virkja skjólstæðinga til að hafa betri stjórn á sinni eigin heilsu, auka heilsulæsi og hvetja til heilsueflingar.

Ekki er hægt að loka þessari yfirferð án þess að minnast með þakklæti á þann velvilja sem HSU nýtur í samfélaginu og erum við afar þakklát öllum þeim fjölmörgu félögum, fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa lagt okkur lið á árinu. Ég sendi þeim mínar bestu þakkir og virðingu.  

Að lokum vil ég þakka starfsfólki HSU fyrir einstaklega gott starf á árinu sem er að líða, jafnframt þakka ég öll þeim sem stutt hafa við starfsemina fyrir gott samstarf. 

Megi nýtt ár færa ykkur öllum hamingju og gleði.
Díana Óskarsdóttir, forstjóri 

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 16 Tbl 2024
16. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
viðburðir
Kjorkassi Stor
13. nóvember 2024
17:30
Opinn íbúafundur
Höllin
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst