Leikskólagjöld þá og nú!

Árið er 2017. Sjálfstæðisflokkurinn er við völd eins og hann hefur verið allar götur síðan 2006. 10 árum áður hafði hlutur bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja verið seldur fyrir háar upphæðir og handbært fé á rekstrarreikning bæjarins fór úr því að vera 120 m.kr í 3.962 m.kr á einni nóttu. Bærinn stóð vel. Samt voru leikskólagjöld […]

Er fjármálastjórn Reykjavíkur fyrirmynd núverandi meirihluta?

Þó svo að ég hafi flutt erlendis fyrir mörgum árum síðan þá hef fylgst vel með Vestmannaeyjum og verið gríðarlega stoltur yfir þeim árangri sem bærinn náði frá árinu 2006 . En nú þykir mér leitt að sjá hvernig farið er með þá góðu fjármuni sem fékkst við söluna á hlutnum í Hitaveitu Suðurnesja. Mjólkurkúin […]

Ólíkt hafast þau að

Samgöngur til og frá Vestmannaeyjum eru eitt mikilvægasta hagsmunamál Vestmannaeyinga og því mikilvægt að bæjarstjórn þeirra sinni því. Fyrir þremur árum síðan kom nýr Herjólfur til landsins. Það tók mörg ár að hefja smíði skipsins þó það væri ein meginforsenda byggingar Landeyjahafnar. Margir lögðust gegn smíðinni meðal annars margir eyjamenn, þingmenn, skipstjórar Herjólfs og innviðaráðherra […]

Hvað er ábyrg fjármálastjórn?

Lögbundin skylda sveitarfélaga Lögbundin skylda sveitarfélaga er að sinna þjónustu við íbúa og nýta tekjustofna til þess. Vestmannaeyjabæ hefur tekist vel til við þær skuldbindingar allt kjörtímabilið og jafnframt skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll fjögur árin. Reksturinn er góður Síðustu ár hafa verið Vestmannaeyjabæ erfið vegna loðnubrests í tvö ár, ofan á covid-faraldurinn. Þetta tvennt  hefur […]

Útkall F1!

Í bráðatilfellum er talað um „gullnu stundina“, fyrstu klukkustundina eftir slys eða bráð veikindi sem munu skilja milli þess að hægt sé að bjarga lífi einstaklings eða koma í veg fyrir örorku. Gullna stundin markast ekki lengur af 60 mínútum eins og hún gerði áður en orðatiltækið hefur haldist í talmáli fagfólks á heilbrigðissviði og […]

Aukin lífsgæði í Vestmannaeyjum

Kæru Vestmannaeyingar. Nú líður senn að bæjarstjórnarkosningum. Þar skipa ég 3. sæti hjá Eyjalistanum. Það eru forréttindi að búa í Vestmannaeyjum. Ég flutti aftur til Eyja árið 2016 ásamt konu minni, Rögnu Steinu og börnum okkar þrem. Hér er öflugt íþrótta- og tómstundastarf, fjölbreytt atvinnulíf, frábærir skólar og blómlegt menningarlíf. Eyjarnar hafa upp á flest […]

Hvað á að gera við góða bæinn?

Eftir að hafa fylgst með störfum bæjarstjórnar síðustu fjögur ár og eftir að hafa rætt við stóran hóp bæjarbúa um málefni okkar Vestmannaeyinga langar mig í framhaldinu að nefna hér nokkur mál sem ég held að eigi fullt erindi við okkur kjósendur. Við treystum Eyjalistanum til þess að standa áfram vörð um ríflegan frístundastyrk til […]

Bæjarprýði og falleg byggð

Við trúum því að fólki í Vestmannaeyjum sé almennt annt um sitt nærumhverfi og hafi á því einhverjar skoðanir, þó mishátt þær fari. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa metnaðarfulla og skýra sýn í skipulagsmálum. Miðbærinn okkar getur orðið frábær Ferðamenn sem til Eyja koma spyrja gjarnan hvar miðbærinn okkar er eiginlega að finna?  Sjálfstæðisflokkurinn vill styrkja miðbæinn […]

Gerum góða heilbrigðisþjónustu betri

Rík af mannauði í Eyjum Við sem Eyjamenn erum vön því að standa í endurtekinni hagsmunagæslu og eigum það þar af leiðandi til að tala niður ýmsa þjónustu í bænum. Dæmi um slíkt er heilbrigðisþjónustan, það er vissulega margt sem hefur farið aftur á undanförnum árum eins og til dæmis lokun skurðstofunnar, og það er […]

Stendur vinstrimeirihlutanum í Eyjum virkileg svona mikill stuggur af mér?

Það var ánægjulegt að sjá í skrifum Félaga Ragnars Óskarssonar í Eyjamiðlunum í vikunni að enn virðist honum og öðrum vinstrimönnum í Eyjum standa verulegur stuggur af mér og  málflutningi mínum og enn ánægjulegra var að uppgötva að Félagi Ragnar skuli enn minnast mín í pólitískum bænum sínum. Ég las því alla grein hans með […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.