Kæru Vestmannaeyingar.
Nú líður senn að bæjarstjórnarkosningum. Þar skipa ég 3. sæti hjá Eyjalistanum.
Það eru forréttindi að búa í Vestmannaeyjum. Ég flutti aftur til Eyja árið 2016 ásamt konu minni, Rögnu Steinu og börnum okkar þrem. Hér er öflugt íþrótta- og tómstundastarf, fjölbreytt atvinnulíf, frábærir skólar og blómlegt menningarlíf. Eyjarnar hafa upp á flest það að bjóða sem höfuðborgin hefur og er alltaf eitthvað hér um að vera, þá sérstaklega yfir sumartímann.
Að vera í Vestmannaeyjum er yndislegt.
Ég fann að lífsgæðin jukust umtalsvert við það að koma aftur heim. Maður þarf ekki lengur að hýrast í bílnum heilu og hálfu tímana til að komast í og úr vinnu. Ég hef grætt meiri tíma með fjölskyldunni, sem er vanmetinn munaður. Krakkarnir njóta sín í fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi með frístundastyrk, sem er meiriháttar. Svo er hér glæsileg sundlaug sem fjölskyldan notar óspart.
Hér ertu með náttúruna við höndina. Þú þarft ekki að leita langt til að komast í fallegt umhverfi og anda að þér hreina loftinu. Til eru margar fallegar og skemmtilegar gönguleiðir út um alla eyju, sem alltaf er verið að bæta. Bæði auðveldar það gönguna og minnkar átroðning ferðamanna. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og gera fleiri náttúruperlur okkar Eyjamanna aðgengilegar ferðamönnum vegna þess að við vitum það best sem hér búum að eyjan okkar er full af fallegum stöðum sem við þurfum að sýna gestum okkar.
En hvað má betur fara?
Með góðum samgöngum aukast lífsgæði töluvert og verðum við að passa upp á að þær séu alltaf með besta móti. Þar verðum við að vera dugleg að halda ríkinu við efnið. Einnig þarf að ráðast í að klára rannsóknir á göngum milli lands og Eyja.
Við þurfum líka að berjast fyrir bættri og betri þjónustu á Sjúkrahúsinu. Að hér sé staðsett sjúkraflugvél til þess að tryggja viðunandi bráðaviðbragð og þrýsta sömuleiðis á að farið verði af stað með sjúkraþyrluverkefnið á Suðurlandi til þess að auka öryggi þeirra sem eru í þörf fyrir bráðaþjónustu. Við þurfum sömuleiðis að hefja uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis og byggja þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk.
Við hjá Eyjalistanum elskum Vestmannaeyjar og ætlum svo sannarlega að halda áfram að gera góðan bæ enn betri.
Erlingur Guðbjörnsson
Höfundur skipar 3. sæti Eyjalistans
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst