Brota­löm í ráðning­ar­ferli

Í lok síðasta mánaðar féll dómur í Héraðsdómi Suður­lands í máli Andrés­ar Þor­steins Sig­urðsson­ar sem stefnt hafði Vest­manna­eyja­bæ og Vest­manna­eyja­höfn og tapaði Andrés í mál­inu gegn bæn­um en í máli hans gegn Vest­manna­eyja­höfn var talið að brota­löm hefði verið í ráðning­ar­ferli í starf hafn­ar­stjóra, starfi sem Andrés sótti um en fékk ekki. Andrés sótti um […]

Landeyjarhöfn 2022

Ef við hugsum þrjú ár aftur í tímann þá var allt á fullu við að hefja framkvæmdir við setja upp fastan dælubúnað í Landeyjarhöfn. Hugmyndin var að dæla frá landi þeim sandi sem lokar höfninni á veturna, þetta þarf ekki að vera mikið magn, en samt nóg til að ekki sé hægt að sigla í […]

Kunnuglegt stef

Njáll Ragnarsson

Andrés Sigurðsson ræðst nokkuð harkalega að minni persónu og æru í grein sem hann fékk birta á vef eyjafrétta nú í morgun. Þar segir hann mig beita bæjarbúa blekkingum, að ég búi yfir vanþekkingu og ég og aðrir Framsóknarmenn skreytum okkur með stolnum fjöðrum. Þetta síðasta er reyndar kunnuglegt stef sem ég tel mig hafa […]

Þögn formanns þrúgandi

Kristín Hartmannsdóttir

Eyjafréttir greindu frá því fyrr í þessum mánuði að Andrés Þorsteinn Sigurðsson yfirhafnsögumaður hafi sagt starfi sínu hjá Vestmannaeyjahöfn lausu. Ástæðan var meint einelti og framkoma bæjarstjóra í hans garð sem hann tilgreindi sérstaklega í uppsagnarbréfi. Andrés greindi svo nánar frá málinu í grein sem hann ritaði og sendi til birtingar á vef Eyjafrétta. Í […]

Vegna ótímabærra og ósannra yfirlýsingar bæjarstjóra

Andrés Þorsteinn

Vegna ótímabærra og ósannra yfirlýsingar Írisar Róbertdóttur bæjarstjóra í viðtali við vefmiðilinn Mannlíf sé ég mig knúinn til að upplýsa um eftirfarandi: Sú staðreynd að ég var sniðgenginn við ráðningu á hafnarstjóra er eingöngu eitt dæmi af mörgum um framgöngu Írisar gagnvart mér og því miður fleiri starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar. Hvað ráðningarmálið varðar þá tala staðreyndir […]

Segir upp vegna meints eineltis

Andrés Þorsteinn Sigurðsson

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjafrétta sagði Andrés Þorsteinn Sigurðsson starfi sínu sem yfirhafsögumaður Vestmannaeyjahafnar lausu um síðustu mánaðarmót. Hann mun stefna að því að flytja frá Vestmannaeyjum til að taka að sér sambærilegt starf annarsstaðar. Þessar sömu heimildir herma að í bréfi sem hann hefur sent Framkvæmda- og hafnarráði beri hann bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, Írisi Róbertsdóttur, þungum […]