Ótrúlega fjölbreyttur starfsferill
Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, hlaut Fréttapýramídann 2024 fyrir framlag sitt til félagsmála, menningarmála og atvinnulífs í Vestmannaeyjum og á landsvísu um áratuga skeið. Arnar fæddist í Vestmannaeyjum 19. nóvember 1943. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1960 og fór að því loknu að vinna í fiski, hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja og síðan við heildverslun Heiðmundar bróður […]
Erlingur Richardsson, Arnar Sigurmundsson og hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir hlutu Fréttapýramída
Árleg afhending á Fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Athöfnin var að nokkur leyti helguð 50 ára afmælisári Eyjafrétta. Fréttapýramídinn fyrir framtak í menningarmálum: Hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir standa fyrir Eyjatónleikum í Hörpu sem seinna í þessum mánuði verða haldnir í þrettánda sinn. Upphafið voru tónleikar 2011 […]