Umbylting skólaþjónustu

Í samfélaginu sem við búum í eru stöðugar breytingar og þeim fylgja breyttar þarfir barna og fjölskyldna. Ör samfélagsþróun kallar á aukna nýsköpun, lausnir og verkfæri sem mæta þörfum barna, fjölskyldna og starfsfólks á vettvangi skóla- og frístundastarfs. Til að mæta nýjum áskorunum og svara kalli fagaðila á víðum vettvangi setti mennta- og barnamálaráðherra nýlega […]

Funduðu með ráðherra um útivistartíma

Vinkonurnar Sara Rós Sindradóttir og Ingibjörg Emilía Sigþórsdóttir eru 10 ára. Þær eru duglegar að taka sér hin ýmsu verk fyrir hendur. Þeim finnst skemmtilegt að fara í sund og út að leika sér á kvöldin. Þær hafa þó báðar lent í því að vera vísað upp úr sundi klukkan hálf átta eða verið meinaður […]

Gefa út reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn þá ákvörðun að setja af stað vinnu sem miðar að því að gefa út reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins, en hún er óvíða eins mikil og hér á landi. Verða reglurnar unnar í víðtæku samráði við foreldra og börn, sveitarfélög, skólastjórnendur, kennara og aðra […]

Byggjum upp skólaþjónustu til framtíðar – taktu þátt!

Í síðustu viku var tilkynnt um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og áform um ný heildarlög um skólaþjónustu. Í þeirri vinnu gegnir samráð við hlutaðeigandi lykilhlutverki til að koma sem best til móts við þarfir haghafa skólasamfélagsins og tengdra þjónustukerfa. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sent boð til haghafa þar sem þeir eru hvattir til að bjóða sig […]

Stefna um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gefið út sína fyrstu stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna. Ásmundur Einar Daðason kynnti stefnuna við setningu á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2022 – Tækifæri og áskoranir í nýju landslagi. Hér er um að ræða ákveðin tímamót í sögu málaflokksins og vegvísir til framtíðar um það sem mennta- og barnamálaráðuneytið hyggst leggja […]

Jöfnunarsjóður veitir framlög til að samþætta þjónustu sveitarfélaga í þágu barna

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur í samráði við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritað reglugerð um framlög á vegum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2022 (nr. 1455/2021). Ráðherra hefur einnig samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs um áætluð framlög til sveitarfélaga, sem byggja á reglugerðinni. […]

Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir lagðar niður

Alþingi samþykkti á laugardagskvöld frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á barnaverndarlögum. Málið er liður í endurskoðun laga um þjónustu í þágu barna. Um er að ræða fyrri hluta heildarendurskoðunar barnaverndarlaga. Í lögunum felst meðal annars að pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað barnaverndarnefndar verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar […]

Efla félagsstarf fullorðinna í sumar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur sett af stað 80 milljóna króna átaksverkefni til að efla félagsstarf fullorðinna í sumar í samvinnu við sveitarfélög landsins. Markmiðið með verkefninu er að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna Covid-19 faraldursins. Aðgerðirnar eru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem er ætlað að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa […]

Tryggð byggð – nýr samstarfsvettvangur um stuðning til byggingar húsnæðis á landsbyggðinni

www.danielstarrason.com

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu nýtt verkefni Tryggð byggð á fundi í Hofi, Akureyri síðdegis í gær, en það á að stuðla að stóraukinni uppbyggingu íbúðarhúsnæðis utan suðvesturhornsins. Um er að ræða samstarfsvettvang allra þeirra sem koma að húsnæðismálum á landsbyggðinni. Í gegnum Tryggða byggð verður […]

Íþrótta- og æskulýðsstarf: Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, og Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. Þátttaka barna og ungmenna í […]