Á staðnum með fólkinu

Nk. laugardag 29. maí verður prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Það er mikilvægt að sjálfstæðismenn og stuðningsmenn flokksins og frambjóðenda fjölmenni í prófkjörið og geri það eins glæsilegt og kostur er. Hópur frambjóðenda sem endurspeglar fjölbreytileika kjördæmisins, ungir og reyndir, konur og karlar er í framboði. Fólk sem er tilbúið að leiða lista Sjálfstæðisflokksins til stórsigurs […]

Gerum flott prófkjör!

Í lok mánaðarins 29. maí verður prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna Alþingskosninganna 25. september nk. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti á lista flokksins og bið um stuðning í það sæti. Ég hef setið á Alþingi síðan í apríl 2013 og látið helst til mín taka á vettvangi atvinnu- og […]

Þórður Magnússon, minning

Það er tímanna tákna að þeim fækkar Eyjamönnunum sem kenndir eru við æskuheimili sín. Þórður á Skansinum er einn þeirra. Í huga lítils peyja í Grænuhlíðinni var ljómi yfir vörubílstjóranum sem bjó á Bakkastígnum. Hann átti snemma kranabíl og var á undan sinni samtíð og svo var hann líkari stórstjörnunum sem ég sá í þrjú […]

Vantrausti haldið til streitu

Aðalfundur kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi var haldinn s.l. laugardag. Þar var tekin ákvörðun um að viðhafa prófkjör við val á framboðslista. Páll Magnússon sagðist sækjast eftir endurkjöri sem oddviti listans, Ásmundur Friðriksson tilkynnti að hann sæktist eftir öðru sæti. Vilhjálmur Árnason sem situr nú í þriðja sæti listans sagðist stefna hærra og þá tilkynnti um […]

Ingimar Ágúst Guðmarsson minning, d. 6. janúar 2021

Það var auðvitað stæll á peyjanum þegar Ingimari bauð pabba kærustunnar sinnar í bíltúr á nýjum jeppa. Það þurfti aðeins að gefa karlinum inn og láta finna fyrir sér. Ingimar átti  nýjan svartan Mitsubishi og það var ekið suður í Klauf og mér leist vel á bílinn en enn betur á kærastann. Ingimar Ágúst var […]

Páll Árnason múrari, minning

Palli Árna múrari var innangirðingarmaður frá Vesturhúsum en lengst af bjó á Auðsstöðum við Brekastíg. Palli var 15 ára þegar faðir hans lést og móðir hans þá sjúklingur og hann sendur í fóstur hjá móðursystur sinni á Vesturhúsum. Þar voru fyrir 16 börn og einn munnur í viðbót ekki málið frekar en að 6 frændur […]

Á að loka framtíðina inni?

Náttúruvernd er samofin þjóðarsálinni. Hún á sér uppsprettu og talsmenn í öllu litrófi stjórnmálanna. Sama má segja um loftslagsmálin. Stærsta framlag okkar til þeirra er orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum. Atvinnuvegir og atvinnutækifæri komandi kynslóða munu byggja á þeim möguleikum sem felast í nýtingu orkunnar í landinu;  til að skapa hér fjölbreytt og vel launuð störf […]

Kjánahrollur

Líklega er leitun að meira taktleysi í tillöguflutningi í þinginu en finna má í þingsályktunartillögu 18 þingmanna um bjóða konum frá Evrópulöndum að ferðast til Íslands í fóstureyðingar. Framsögumaður málsins er þingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir en með henni á þingsályktuninni eru allir þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Flóttamaður raunveruleikans Rósa Björk Brynjólfsdóttir gat valið sér […]

Gerum meira en minna – Hlutdeildarlán hitta í mark

Afkastamikill þingstubbur var haldinn í síðustu viku og voru þau mál kláruð sem gert hafði verið ráð fyrir á stubbnum og reyndar rúmlega það. Þingstarfið er óhefðbundið í þeim kringumstæðum sem við erum að glíma við sem þjóð og við höfum verið að afgreiða mál í þinginu sem taka mið af breyttum aðstæðum. Þær breytast […]

Tafaleiðir framkvæmda og stjórnun í þágu fjöldans

Í vetur hafa náttúruöflin svo sannarlega minnt okkur á hvaða kraftar það eru sem raunverulega ráða ríkjum. Veikleikar í raforkukerfinu sem Landsnet hefur í mörg ár bent á voru afhjúpaðir.  Samgöngur stöðvuðust og hefur Öxnadalsheiðin til dæmis verið ófær 12 sinnum í vetur. Þá lágu fjarskipti niðri. Kerfið sjálft fer ekki að lögum Uppi er […]