Segja ársreikning ekki uppfylla lágmarksviðmið

Bæjarráð tók á fundi sínum í vikunni sem leið fyrir bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga frá 13. október sl. Bréfið er ábending um neikvæða niðurstöðu A- hluta sveitarfélagsins í ársreikningi 2022. Í framhaldi áttu bæjarstjóri og fjármálastjóri fund með starfsmanni nefndarinnar og óskuðu eftir skýringum enda stenst Vestmannaeyjabær allar lögbundnar kröfur um fjármál sveitarfélaga. Sætir undrun […]

Bæjarráð lýsir vonbrigðum með dýpkun Landeyjahafnar

Bæjarráð fór yfir stöðuna varðandi dýpkun og stöðu á Landeyjahöfn á fundi sínum í vikunni sem leið. Bæjarráð lýsir í niðurstöðu sinni um málið vonbrigðum með að dýpkun Landeyjahafnar sé enn og aftur ekki sinnt eins og sífellt er lofað. Sú staða sem upp kom í lok október, og varir enn, sýnir enn og aftur […]

25 styrkumsóknir bárust

Vestmannaeyjabær auglýsti í október eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2024? Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Fram kom á fundi bæjarráðs í vikunni að […]

Lýsa áhyggjum af stöðu embættisins

Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Bæjarstjórn átti fund með dómsmálaráðherra þar sem staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var rædd. Fram kom í máli ráðherra að stefnumótun fyrir sýslumannsembættin eru í vinnslu í ráðuneytinu og markmiðið sé að efla embættin og þjónustu á landsbyggðinni. Á meðan sú vinna fer fram […]

Hátt í 87.000 farþegar í ágúst

herjolfur-1-1068x712

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni og þar á meðal samgöngur á sjó. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir stöðu félagsins það sem af er ári, m.a. rekstrartekjum og gjöldum, fjölda farþega og verkefnum framundan. Alls voru 86.637 þúsund farþegar í ágúst. Það […]

Álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækkar

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Í fundargerð um málið segir eftirfarandi. “Undanfarnar vikur hefur vinna staðið yfir á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja við að skoða áhrif breytingar á álagningarprósentu fasteignaskatts á tekjur bæjarsjóðs. Bæjarráð mun taka afstöðu til álagningarprósentu fasteignaskatts fyrir árið 2024 á þessum fundi. Einnig liggur fyrir bæjarráði […]

Bæjarráð telur brýnt að hafrannsóknir verði efldar

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í vikunni nýútgefnar niðurstöður (skýrslu) starfshópa, sem skipaðir voru af Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra í maí 2022. Fjöldi sérfræðinga tóku þátt í vinnunni og þann 29. ágúst sl., voru meginniðurstöður starfshópanna kynntar. Skýrslan inniheldur 30 tillögur, sem upphaf að frekari umræðu og vinnu um málefnið. Samhliða vinnu starfshópanna voru unnin drög […]

Skipað í Gosloknefnd fyrir árið 2024

Tekin var fyrir á fundi bæjarráðs í vikunni skipan Goslokanefndar fyrir árið 2024. Bæjarráð vill koma á framfæri þakklæti til fráfarandi goslokanefndar fyrir skipulagningu og umsjón með goslokahátíð Vestmannaeyja árið 2023. Bæjarráð samþykkir í niðurstöðu sinni að skipa í Gosloknefnd fyrir árið 2024. Sigurhönnu Friðþórsdóttur, Ernu Georgsdóttur, Magnús Bragason, Birgi Níelsen og Dóru Björk Gunnarsdóttur. […]

Þakklæti til borgarráðs og borgarstjóra

Vestmannaeyjabær var valinn af borgarráði Reykjavíkur sem heiðursgestur á Menningarnótt Reykjavíkur sem fram fór þann 19. ágúst sl. Bæjarráð ræddi þetta tilefni á fundi sínum í vikunni. Vestmannaeyjabær var valinn að þessu sinni í tilefni af 50 ára goslokaafmæli á árinu 2023 og vegna langvarandi vinatengsla milli bæjarfélaganna. Fjölbreytt dagskrá í tengslum við heiðursþátttöku Vestmannaeyjabæjar […]

Funda með rekstraraðila tjaldsvæðisins

Rekstur tjaldsvæða var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær en mikil óánægja ríkiti um umgengni, þrif og aðstöðu á tjaldsvæðinu við Þórsheimilið meðan á Þjóðhátíð stóð fyrr í þessum mánuði. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum voru upplýst um stöðuna um Þjóðhátíðarhelgina og brugðist var strax við með því að hafa samband við reksraraðila tjaldsvæðisins. Allir aðilar […]