Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Bæjarstjórn átti fund með dómsmálaráðherra þar sem staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var rædd. Fram kom í máli ráðherra að stefnumótun fyrir sýslumannsembættin eru í vinnslu í ráðuneytinu og markmiðið sé að efla embættin og þjónustu á landsbyggðinni. Á meðan sú vinna fer fram mun sýslumaðurinn á Suðurlandi verða settur tímabundið sem sýslumaður í Eyjum. Einnig kom fram í máli ráðherra að engin áform séu um að veikja embættið í Eyjum.
Á fundi bæjarstjórnar með ráðherra lýsti bæjarstjórn yfir áhyggjum af stöðu embættisins í Eyjum eftir að skipaður sýslumaður sagði stöðu sinni lausri. Til þess að embættið eflist og fjölgun verkefna verði að veruleika í Eyjum, þá er forsenda þess öflugur sýslumaður staðsettur á svæðinu. Bæjarstjórn kom þeirri skoðun skýrt fram á fundinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst