Sveitarstjórnum heimilað að taka ákvarðanir að nýju á fjarfundum vegna faraldursins

Vegna fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga, þrátt fyrir að um annað sé getið í samþykktum þeirra. Heimildin gildir til 31. janúar 2022. Þetta er gert til að tryggja starfhæfi […]
Stafrænt samstarf sveitarfélaga

Helga Kristín Kolbeins, bæjarfulltrúi og fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í stafrænu samstarfi sveitarfélaga, gerði grein fyrir vinnu hópsins og áætlun um stafræna umbreytingu á næsta ári á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. Samstarfið er fjármagnað annars vegar með skyldubundnu grunnframlagi sem rennur fyrst og fremst til þess að standa undir launakostnaði sérfræðinga í stafrænu umbreytingateymi sveitarfélaga og hins […]
Ráðherrar og þingmenn þurfa að beita sér

Ákvörðun Icelandair að hætta öllu áætlunarflugi til Vestmannaeyja frá og með 31. ágúst sl var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Sú ákvörðun var mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að félagið hafði áður gefið út að flogið yrði á markaðslegum forsendum út september. Í kjölfarið óskaði bæjarstjóri f.h. bæjarráðs eftir fundi með […]
Algjörlega óskiljanlegt fyrirkomulag

Bæjarstjóri greindi á fundir bæjarstjórnar í síðustu viku frá þeirri stöðu sem upp er komin við brjóstaskimanir í Vestmannaeyjum. Þegar Krabbameinsfélagið annaðist brjóstaskimanir fóru slíkar skimanir fram í Vestmannaeyjum með reglulegu millibili. Eftir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana tók við keflinu var ákveðið að ekki verði boðið upp á brjóstaskimanir í Vestmannaeyjum í haust og vetur. Þess […]
Áætlanir fyrir þetta ár eru að standast

Samgöngur voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í vikunni sem leið. Greint var frá fundi bæjarfulltrúa með fulltrúum stjórnar og framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. og farið var yfir stöðu félagsins. Nýr samningur og fjölgun farþega miðað við árið í fyrra gerir það að verkum að áætlanir fyrir þetta ár eru að standast. Þó er nokkuð í […]
Bæjarstjórn í beinni kl. 18:00

1575. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu safnahúsi, 16. september 2021 og hefst hann kl. 18:00 Dagskrá: Almenn erindi 1. 201212068 – Umræða um samgöngumál 2. 201810114 – Umræða um heilbrigðismál 3. 202109048 – Umræða um fræðslumál 4. 201808173 – Dagskrá bæjarstjórnafunda Fundargerðir til staðfestingar 5. 202106011F – Bæjarráð Vestmannaeyja – 3157 Liðir 1-10 […]
Ljósleiðaravæðing heldur áfram

Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn voru rædd ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum. Fram kom að á fundi bæjarráðs hefðu framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og yfirmaður tölvudeildar gert grein fyrir undirbúningi ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Vestmannaeyja. Tillaga um undirbúning einkahlutafélags um ljósleiðaravæðinguna var samþykkt samhljóða með atkvæðum allra flokka í bæjarstjórn. Í samantekt starfsmanna var að finna frumkostnaðaráætlun, upplýsingar […]
Bæjarstjórn í beinni

1574. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu safnahúsi, í dag 6. júlí 2021 kl. 18:00. Dagskrá: Almenn erindi 1. 201212068 – Umræða um samgöngumál 2. 202003120 – Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum Fundargerðir til staðfestingar 3. 202106001F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja – 264 Liðir 1-8 liggja fyrir til upplýsinga. 4. 202106010F – Umhverfis- og skipulagsráð […]
Breytingar í bæjarráði

Hildur Sólveig Sigurðardóttir tekur sæti í bæjarráði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á ný en hún sat í ráðinu fyrsta ár kjörtímabilsins. Það var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi. Tekur hún sæti Helgu Kristínar Kolbeins sem verður varamaður í ráðinu. Hildur mun því að öllum líkindum sitja í bæjarráði fram að sveitarstjórnarkosningum næsta vor. (meira…)
Síðari umræða um ársreikningur Vestmannaeyjabæjar

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri lagði ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2020 fram til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku og upplýsti um að engar breytingar hefðu orðið á ársreikningnum á milli umræðna. Háværar viðvörunarbjöllur í framlögðum ársreikningi Í bókun frá bæjarfulltrúum D lista um málið segir: Þrátt fyrir sterka fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar, þar sem ábyrg fjármálastjórnun […]