Súper vertíðarfiskur

Eyjaskipin Vestmannaey VE og Bergur VE héldu til veiða sl. miðvikudag og komu bæði til hafnar með fullfermi á föstudag. Afli skipanna var mest þorskur og síðan nokkuð af ýsu. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að það hafi verið mokveiði. “Við vorum á Ingólfshöfða og tókum síðan eins sköfu á Víkinni. Þarna fékkst […]
Mikil áhersla lögð á blandaðan afla

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum í á miðvikudag. Afli beggja var blandaður en mest af ýsu. Arnar Richardsson, rekstrarstjóri skipanna, segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að um þessar mundir sé mikil áhersla lögð á blandaðan afla en auðveldast sé að sækja ýsuna og þess vegna sé gjarnan mest […]
Veðrið dásamlegt allan túrinn

Bergur VE kom til Vestmannaeyja á þriðjudagsmorgun með fullfermi. Löndun hófst strax úr skipinu og náði heimasíða Síldarvinnslunnar tali af Ragnari Waage Pálmasyni skipstjóra. „Þetta er mest ýsa og lýsa sem við erum með. Lýsan fékkst í Skeiðarárdýpinu en annar afli á Ingólfshöfða og í Breiðamerkurdýpi. Það er ekki hægt að kvarta undan neinu – […]
Landa fullfermi í Eyjum

Ísfisktogararnir Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu allir nú í byrjun vikunnar. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Gullver landaði rúmlega 100 tonnum á Seyðisfirði í gær. Mestur hluti aflans var þorskur og ýsa. Þórhallur Jónsson skipstjóri segir að veðrið í túrnum hefði verið misjafnt. „Fyrstu tvo dagana var bölvuð bræla […]
Ufsinn til vinnslu hjá Vísi í Grindavík

Bæði Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Þetta kemur fram í fétt á vef Síldarvinnslunnar. Skipin voru með fullfermi. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að afli skipsins hafi verið blandaður, mest af ufsa en síðan einnig skarkoli, þorskur og ýsa. „ Þða var sæmilegt veður mest allan túrinn en þó […]
Góð veiði á Gerpisflakinu

Ísfisktogararnir Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergur VE hafa allir verið að veiðum fyrir austan land að undanförnu. Frá þessu er greint á heimsíðu Síldarvinnslunnar í gær. Þeir hafa mest veitt á Gerpisflakinu. Gullver landaði tæpum 100 tonnum á Seyðisfirði í gær og Vestmannaey og Bergur landa 60 tonnum hvor í Neskaupstað í dag. Þórhallur […]
Þetta var ágætis nudd

Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað á sunnudag frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Aflinn var blandaður. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að afli skipsins hafi fengist annars vegar á Öræfagrunni og hins vegar á Gerpisflaki. „Þetta var ágætis nudd,“ segir Jón. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, […]
Gengið vel fyrir austan

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE hafa verið að veiðum austur af landinu að undanförnu og hafa gert það býsna gott. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Bæði skipin lönduðu fullfermi í Neskaupstað sl. föstudag og Bergur landaði þar aftur fullfermi sl. sunnudag. Vestmannaey landaði síðan fullfermi í Eyjum sl. þriðjudag og Bergur landaði […]
Vestmannaey landaði fullfermi fyrir austan

Á vef Síldarvinnslunnar birtast regllega fréttir af aflabrgðum hjá bátum fyrirtækisins. Í var sett inn skemmtileg færsla þar sem meðal annar kom fram að Vestmannaey kom til löndunar snemma í gærmorgun en blandaður afli, sem hún kom með, fékkst að mestu austan við Vestmannaeyjar, á Pétursey, Vík og Öræfagrunni. „Við tókum síðan eitt hol hérna fyrir […]
Bergur heldur til veiða í dag

Ísfisktogarinn Bergur VE hefur í um mánaðartíma verið í Hafnarfirði þar sem ýmsu viðhaldi hefur verið sinnt. Framkvæmdur var öxuldráttur, báðar aðalvélar teknar upp og fleiri smærri verkefni voru á dagskrá. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Skipið var um tveggja vikna skeið í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar á meðan viðhaldvinnan fór […]