Eldur kom upp í Vestmannaey

Eld­ur kom upp í vél­ar­rúmi í fiski­skips­ins Vest­manna­eyja á fimmta tím­an­um í dag. Skipið, sem staðsett var 30 míl­ur suðaust­ur af landi, var á leið í land til Nes­kaupsstaðar til lönd­un­ar með full­fermi. Sam kvæmt frétt á vef mbl.is er skipið orðið raf­magns­laust en skipið Ber­gey VE dreg­ur það nú í land. Skip­verji á Ber­gey-VE seg­ir […]

Nú er stefnan tekin austur fyrir land

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði í heimahöfn sl. fimmtudagsmorgun eftir stuttan túr. Áður hafði skipið landað á þriðjudag. Á föstudagskvöld var haldið til veiða á ný og þá var farið austur fyrir land. Bergey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gær en aflinn var blandaður. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við Jón Valgeirsson skipstjóra og spurði fyrst […]

Eyjarnar landa áfram fyrir austan

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE halda áfram að landa fyrir austan. Vestmannaey landaði fullfermi í Neskaupstað í gær og Bergey landar á Seyðisfirði í dag. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Ragnar Waage Pálmason, skipstjóra á Bergey, og spurði hvort ekki væri um stuttan túr að ræða hjá skipinu. „Jú, hann var stuttur þessi. Við lönduðum […]

Eyjarnar hafa landað ótt og títt fyrir austan

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE hafa verið að veiðum austur af landinu það sem af er septembermánuði og hafa þeir landað ótt og títt í Neskaupstað frá þessu er greint á vef Síldarvinnslunnar. Bergey landaði sl. sunnudag og aftur sl. miðvikudag og Vestmannaey landaði sl. mánudag og aftur í gær. Veiðin hefur verið þokkaleg […]

Skjót viðbrögð skipta máli

Fimmtudagsmorguninn 12. ágúst sl. hélt ísfisktogarinn Bergey VE til veiða frá Vestmannaeyjum frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Áður en haldið var í veiðiferðina fór öll áhöfnin í Covid-hraðpróf og reyndust allir neikvæðir. Snemma á mánudagsmorguninn fór einn úr áhöfninni að hósta og finna fyrir lasleika. Var hann þegar tekinn í hraðpróf um borð […]

Vestmanney á landleið með fullfermi

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE er væntanlegur til heimahafnar í Vestmannaeyjum í dag um hálffjögur leytið. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Skipið er með fullfermi en það landaði síðast sl. sunnudagskvöld. Heimasíðan ræddi við Egil Guðna Guðnason stýrimann og spurði fyrst hvar hefði verið veitt. „Við vorum við ingólfshöfðann og austur í Sláturhúsinu. Aflinn er […]

Bergur VE seldur til Grindavíkur

Bergur ehf. í Vestmannaeyjum hefur samþykkt sölu á Berg VE 44 til Vísis í Grindavík. Skipið verður afhent nýjum eigendum í ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í færslu á facebook-síðu Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað. Bergur er með tæplega 1600 þorskígildi, en skipið er selt án aflaheimilda. Bergur ehf. mun í kjölfarið kaupa Bergey VE […]

Veiddu eina stærstu sandhverfu sem veiðst hefur við Ísland

Vestmannaey VE kom til löndunar í Vestmannaeyjum í gærmorgun með fullfermi. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinsslunnar. Í afla skipsins var sandhverfa sem mun vera ein hin stærsta sem veiðst hefur hér við land. Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og spurði hann fyrst hvar fiskurinn hefði veiðst. „Við veiddum þennan fisk við […]

Vel gekk í fyrsta túr

Bergur VE landaði á Seyðisfirði í gær. Skipið var nánast fullt eftir að hafa verið þrjá sólarhringa á veiðum. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Skipstjóri í veiðiferðinni var Jón Sigurgeirsson en hann var að fara sinn fyrsta túr sem skipstjóri. Heimasíðan ræddi stuttlega við Jón og spurði hvernig hefði gengið. „Það gekk bara […]

Góðri vertíð að ljúka

Ísfisktogarar Bergs-Hugins og Bergur VE hafa verið að fiska vel að undanförnu. Bergur landaði fullfermi í Þorlákshöfn á fimmtudag og er aftur að landa fullfermi í Eyjum í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, fóru út á föstudag og lönduðu fullfermi á sunnudag. Heimasíðan sló […]