Blátindur verður rifinn

Ákveðið hefur verið að Mb Blátindur VE verði rifinn. En báturinn varð fyrir miklu tjóni í óveðri þann 14. Febrúar síðastliðinn. Eftir ýtarlega skoðun á bátnum hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að óráðlegt sé að gera við bátinn. Skipalyftan mun annast verkið en áætlað er að hefjast handa þegar veðrið gengur niður seinnipartinn í […]

Blátindur kominn á kunnuglegar slóðir

Blátindur VE var í morgunn dreginn af lyftupalli upptökumannvirkis Vestmannaeyjahafnar norður eftir dráttarbrautinni á Eiðinu. Blátindur er ekki alls ókunnugur þessum slóðum en báturinn stóð á Eiðinu um langt skeið áður en hann var settur á flot. Núna bíður Blátindur örlaga sinna á svipuðum slóðum en ekkert hefur verið ákveðið um hver verði næstu skref […]

Blátindur á ferðinni

Blátindur var settur tímabundið á flot í morgun. Hann verður á floti á meðan gerðar verða nauðsynlegar breytingar á lyftupallinum en fjarlægja þarf “púðana” sem skipskjölur hvílir venjulega á og koma fyrir vögnum. Þetta er gert svo hægt sé að draga blátind norður fyrir upptökumannvirkið þar sem hann kemur til með að bíða örlaga sinna […]

Hvað á að gera við Blátind?

Fundur framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja fór fram í gær en þar var Blátindur VE meðal annars til umræðu. En þann 5. mars síðastliðinn var Blátind komið á þurrt í upptökumannvirkjum Vestmannaeyjahafnar, en skipið losnaði af stæði sínu við Skansinn í aftakaveðri 14. febrúar. Báturinn sökk síðan við Skipalyftubryggjuna. Köfununarþjónustan GELP sá um að koma lyftibelgjum […]

Blátindur kominn á þurrt – myndir

Eins og við greindum frá var hafist handa við að lyfta Blátindi VE 21 af hafnarbotninum í morgun. Okkar maður Óskar Pétur Friðriksson var að sjálfsögðu á staðnum og fylgdist með herlegheitunum og myndaði. Verkefnið var í höndum GELP diving og stýrt af Gunnlaugi Erlendssyni. “Það var frábærlega að þessu staðið hjá Gunna og félögum,” […]

Blátindur á uppleið

Nú standa yfir aðgerði við að ná Blátindi VE upp úr Vestmannaeyjahöfn. Óskar Pétur er að sjálfsögðu á staðnum og sendi okkur þessar myndir. Búið er að rétta bátinn af og vinna hafin við að koma honum á flot.   (meira…)

Tjón á Blát­indi eft­ir flakk um höfn­ina

Unnið er að því að ná vél­bátn­um Blát­indi VE upp, en hann sökk við bryggju í Vest­manna­eyj­um í óveðrinu á föstu­dag. Skipið var smíðað í Eyj­um 1947 og er friðað á grund­velli ald­urs sam­kvæmt lög­um um menn­ing­ar­minj­ar. Í um­fjöll­un um Blátind í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Krist­ín Hart­manns­dótt­ir, formaður fram­kvæmda- og hafn­ar­ráðs í Vest­manna­eyj­um, ljóst […]

Sannur fulltrúi skipasmíða og sjósóknar í Eyjum

Eikarbáturinn Blátindur sökk í Vestmannaeyjahöfn í óveðrinu sem gekk yfir Vestmannaeyjar síðastliðinn föstudag. Bátnum, sem á sér merka sögu, var komið fyrir á Skanssvæðinu vorið 2018. 17 árum eftir að hann var afhentur Vestmannaeyjabæ til varðveislu. Þangað til hafði hann ýmist staðið á eða við bryggju í Eyjum. Hugmyndin að koma bátnum fyrir á Skansinum […]

Blátindur er friðaður

Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af til hvaða ráða Vestmannaeyjabær ætlar að grípa varðandi bátinn. Ljóst er að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni en hægt væri að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.