Best væri að gera Blátind sjófæran

Blátindur VE 21 og örlög hans voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær þar var lagt fram mat á varðveislugildi Blátinds VE sem unnið var að undirlagi Minjastofnunar. Matið vann Helgi Máni Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna og sérfræðingur á Borgarsögusafni Reykjavíkur. Í samantekt skýrslunar kemur fram: Blátindur er friðaður vegna aldurs. […]

Gera varðveislumat á Blátindi

Blátindur VE 21 og örlög hans voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Þann 5.október sl. fór fram fundur þar sem fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og Minjastofnunar fóru yfir stöðuna á MB Blátindi. Fram kom í máli fulltrúa Minjastofnunar að gera þyrfti varðveislumat á bátnum og var samþykkt að slíkt mat yrði gert. Fundaraðilar […]

Bæjarstjórn sammála afgreiðslu framkvæmda- og hafnarráðs um Blátind VE

Blátindur VE 21 var til umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Þar kom fram að bæjarstjórn er sammála afgreiðslu framkvæmda- og hafnarráðs ráðið samþykkti að fela framkvæmdastjóra að óska eftir afstöðu Minjastofnunar til förgunar á Blátindi þar sem kostnaður við endurgerð Blátinds er mjög mikill og ekki talið verjandi að eyða slíkri fjárhæð í endurbyggingu. Hugmyndir […]

Björgum Blátindi

Stjórn Sambands íslenskra sjóminjasafna tekur heilshugar undir með Hollvinafélögum Húna II á Akureyri og Magna í Reykjavík að skora á framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja að falla frá samþykkt um að farga bátnum Blátindi VE 21. Vestmannaeyjar hafa verið ein stærsta verstöð landsins um aldir enda er þaðan skammt í gjöful fiskimið. Eitt af því sem […]

Óafturkræft skemmdarverk í sögu skipasmíða í Eyjum

Stjórn Hollvina Húna II á Akureyri og Stjórn Hollvina Magna í Reykjavík skora á stjórn Minjastofnunnar og Framkvæmda-og hafnarráð Vestmannaeyja að falla frá því að farga Blátindi. Vestmannaeyjar hafa verið ein stærsta verstöð landsins um aldir enda er þaðan skammt í gjöful fiskimið. Blátindur sem smíðaður var í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947, 45 rúmlestir að […]

Vilja farga Blátindi

Rætt um framtíð Blátinds VE sem sökk í Vestmannaeyjahöfn í febrúar sl. á fundi framkvæmda og hafnarráðs. Mikið tjón varð á Blátindi auk hefðbundins slits vegna aldurs og var sérfræðingur fenginn til að reyna að meta kostnað við endurbyggingu. Fram kom í mati hans að kostnaður við að koma Blátindi í sýningarhæft ástand sé ekki […]

Mest lesið 2020: Blátindur er sokkinn

Mest lesna frétt ársins er af Blátindi sokknum við bryggju. Báturinn var síðar tekinn á þurrt og stendur nú við Skipalyftuna og bíður örlaga sinna. (meira…)

50 milljónir að koma Blátindi í sýningahæft ástand

Blátindur VE 21 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Framkvæmdastjóri greindi frá samskiptum við kunnáttumenn í endurbyggingu tréskipa vegna hugsanlegra viðgerða á Blátindi VE. Fram hefur komið eftir skoðun að talið er að kostnaður við að gera bátinn sjóklárann sé ekki undir 80-100 milljónum króna. Að koma bátnum í sýningahæft ástand […]

Allt í plati

Það er gömul og góð hefð hjá fjölmiðlum og öðrum að reyna að fá fólk til að “hlaupa” 1. apríl. Við tókum að sjálfsögðu þátt í því í gær. En eins og flestir áttuðu sig á var frétt okkar í gær um niðurrif á Blátindi uppspuni frá rótum. Þó bárust bæði forsvarsmönnum Vestmannaeyjahafnar og kjörnum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.