Kjarasamningur undirritaður og verkfalli aflýst

Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Lauk þar með 14 klukkustunda samningatörn samninganefndar BSRB. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í 30 sveitarfélögum hefur verið aflýst. Mánaðarlaun hækka að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Samkomulag náðist um sáttagreiðslu að upphæð […]
BSRB hafnar 50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa

Samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk aðfararnótt mánudags án niðurstöðu. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Samninganefnd sambandsins hefur ítrekað lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hefur hafnað en það síðasta inniheldur í megin atriðum eftirfarandi: 50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa á mánuði frá […]
Verkföll á bæjarskrifstofum og stofnunum Vestmannaeyjabæjar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Starfsmannafélag Vestmannaeyja-Stavey (eitt af aðildarfélögum BSRB) boðað til verkfalls hjá félagsmönnum þess í nokkrum stofnunum Vestmannaeyjabæjar. Verkfallsboðunin á við um félagsmenn á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja í Ráðhúsinu, leikskólanum Kirkjugerði, Þjónustumiðstöð, Íþróttamiðstöðinni og hjá Vestmannaeyjahöfn. Vinnustöðvanir hófust í dag mánudaginn 5. júní og standa mislengi yfir eftir stofnunum.. Í […]
Víðtæk verkföll BSRB hófust í morgun

Umfangsmikil verkföll blasa við, eftir að samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í nótt án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar en deilendur höfðu setið á rökstólum í næstum 13 klukkustundir. Verkfallið sem hófst í morgun nær til 2.500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum. Aðgerðirnar hafa áhrif á starfsemi 70 leikskóla, nær […]
Áformaðar uppsagnir framlínufólks skammarlegar

BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Stéttarfélögum hefur verið tilkynnt um að fyrirhugað sé að leggja niður starfsemi við ræstingar og fara í útboð á þjónustunni á næstu vikum. „Það er skammarleg ákvörðun að segja upp starfsfólki sem hefur lagt líf og […]