Fulltrúar Byggðarstofnunar heimsóttu Laxey

Á vef Byggðarstofnunar kemur fram að fulltrúar fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar heimsóttu fyrir stuttu fyrirtækið Laxey ehf. í Vestmannaeyjum en félagið vinnur að uppsetningu á stórtækum rekstri á laxeldi á landi í Vestmannaeyjum. Félagið er m.a. að reisa eina fullkomnustu seiðaeldisstöð í heimi í botni Friðarhafnar og er jafnframt að byggja upp matfiskaeldi og síðar vinnslu í […]

Jafnrétti til náms og jöfn tækifæri eru mikilvæg leiðarstef nýrrar menntastefnu

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði Byggðaráðstefnuna 2021 í morgun en tilgangur hennar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri byggðaþróun. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var „Menntun án staðsetningar?“ „Við sjáum nú víða um land hvernig fólk er sífellt að átta sig betur á […]

Ársfundur Byggðastofnunar 2021

Ársfundur Byggðastofnunar verður með óhefðbundnu sniði í ár líkt og í fyrra. Fundurinn verður sendur út rafrænt frá höfuðstöðvum stofnunarinnar á Sauðárkróki fimmtudaginn 6. maí kl. 13:00. Fundurinn er öllum opinn og gert er ráð fyrir að honum ljúki um kl. 15:00. Dagskráin er sem hér segir: Ávarp formanns stjórnar Byggðastofnunar – Magnús B. Jónsson. […]

Vestmannaeyingar, Akureyringar og Eyfirðingar ánægðastir

Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður eru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum. Niðurstöðurnar byggja á svörum frá […]

Opnað fyrir umsóknir um styrki til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C.1 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. […]

Styrkir vegna áskorana sem hafa fylgt COVID-19 faraldri í félagsþjónustu og barnavernd

Byggðastofnun hefur auglýst styrki til sveitarfélaga vegna áskorana sem hafa fylgt COVID-19 faraldri í félagsþjónustu og barnavernd vorið 2020. Umsóknum skal skila eigi síðar en þriðjudaginn 1. september 2020 í gegnum umsóknagátt á vef Byggðastofnunar. Í fjáraukalögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að veita 30 milljónum kr. til að takast á við áskoranir sem fylgja Covid-19 […]