Tilslökun á samkomubanni og næstu skref

Sumarið heilsar okkur með bros á vör. Veðrið hefur verið einstakt á Suðurlandi síðustu daga og hefur það svo sannarlega áhrif á andlega líðan. Það minnir okkur líka á að hafa alltaf hugfast það góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Í dag tekur gildi tilslökun á samkomubanni síðustu vikna og nú mega 50 […]
Allir hafa náð bata

Allir hafa náð bata í Vestmannaeyjum og er heildarfjöldi smita enn 105 og ekkert smit greinst síðan 20. apríl, 8 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Minnt er á að reglan um 2 metra fjarlægð á milli manna gildir enn. Gríðarlega mikilvægt er að við virðum hana hvort sem við erum í verslunum eða á […]
104 af 105 hafa náð bata

Enn er heildarfjöldi smita 105, allir nema einn hafa náð bata og 11 eru í sóttkví. Öll þurfum við að vera á varðbergi áfram, gæta að eigin sóttvörnum, 2 metra reglunni og virða samkomubann. Góða helgi og gangi ykkur vel. f.h. aðgerðastjórnar Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri. (meira…)
Smáey í söluskoðun

Smáey VE skip Bergs-Hugins var tekin upp í slipp í gær en skipið hefur verið sl. tvo mánuði í leigu hjá Samherja. Ástæða þess að Samherji leigði skipið til veiða var seinkun á afhendingu nýs Harðbaks. Smáey hefur verið seld Þorbirni hf. í Grindavík og mun skipið verða afhent nýjum eiganda í byrjun maímánaðar. Um […]
Sýnatökur m.t.t. COVID-19

Dagana 1. – 3. maí n.k. verður í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu boðið upp á sýnatökur í Vestmannaeyjum fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 – á sambærilegan hátt og verið hefur í gangi fyrir einstaklinga sem hafa verið í sóttkví og einangrun. Um er að ræða rannsókn þar sem […]
Vertíðin einkennst af brælum og covidástandi

Ísfisktogarar Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á mánudagsmorgun. Skipin héldu til veiða síðdegis á laugardag þannig að það fiskaðist vel. Heimasíðan ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvar skipin hefðu verið að veiðum. „Við byrjuðum upp við Surtsey í þorski og síðan var haldið […]
Íris á N4

Íris Róbertsdóttir var gestur í upplýsingaþætti N4 um kóróuaveirufaraldurinn í gær. Hún ræddi um mikilvægi heilbrigðisstofnunarinnar og segir mikilvægi stofnunarinnar hafi sannað sig, þrátt fyrir að þurft hafi að berjast fyrir tilvist hennar í gegnum árin. (meira…)
Heimsóknarreglur fyrir Hraunbúðir eftir 4. maí

Á heimasíðu Hraunbúða var í gær birt frétt um væntanlegar tilslakanir á heimsóknarbanni þar er tekið fram að þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn og sýna þarf ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Þeir sem áforma að heimsækja íbúa á Hraunbúðum eru beðnir um að kynna […]
Sex vikur frá fyrsta smiti

Ekkert nýtt smit hefur greinst í Vestmannaeyjum síðan fyrir viku og eru enn samtals 105 einstaklingar sem hafa greinst með staðfest smit. Þá er það einkar ánægjulegt að 103 hafa náð bata og því aðeins 2 í einangrun. Þá eru 10 einstaklingar í sóttkví í Vestmannaeyjum. Nú eru sex vikur síðan fyrsta smitið greindist í […]
Eyjamenn hafa staðið sig með eindæmum vel

Enn eru staðfest smit í Vestmannaeyjum 105 og gleðilegt er að 101 einstaklingur hefur náð bata og því aðeins 4 í einangrun og hafa ekki verið jafn fáir síðan 17.03.2020. 11 einstaklingar eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Eyjamenn hafa staðið sig með eindæmum vel að virða reglur vegna faraldursins og hafa lagt mikið á sig […]