HSÍ leitaði ráða hjá almannavörnum

Á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag var útbreiðsla smita í Vestmannaeyjum og uppruni þeirra til umræðu. Talið barst að útslitaleik ÍBV og Stjörnunnar í Laugardalshöll 7. mars síðastliðinn. En tíðrætt hefur verið um að rekja megi flest smit í Vestmannaeyjum helgarinn umræddu. Víðir segir að HSÍ hafi verið í samskiptum við almannavarnir í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. […]

Frekari sóttvarnarráðstafanir í Vestmannaeyjum hafa verið ræddar

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra boðaði til reglulegs upp­lýs­inga­fund­ar fyr­ir blaðamenn klukk­an 14:00 í dag. Þar var Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn spurður út í harðari aðgerðir á völdum stöðum þar voru nefnd til sögunnar Hvammstangi og Vestmannaeyjar. Víðir sagði að rætt hafi verið að grípa til harðari aðgerða bæði á þessum stöðum sem og á landinu öllu. Í nýjustu […]

Gary Martin kemst ekki til Íslands

Gary Martin, framherji ÍBV fær ekki að ferðast til Íslands frá London eins og staðan er í dag. Ástæðan eru hertar reglur í Bretlandi. Gary Martin hefur dvalið í heimalandi sínu síðustu mánuði en átti að koma til Vestmannaeyja í dag og hefja æfingar með ÍBV. Enska framherjanum var hins vegar ekki hleypt um borð […]

Létt yfir mannskapnum þrátt fyrir allt

Togarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 sem gerður er út af Þorbirni í Grindavík liggur nú við bryggju í Vestmannaeyjahöfn með 22 skipverja um borð í svo kallaðri biðkví. Brynjólfur Stefánsson stýrimaður á Hrafni segist í samtali við Eyjafréttir lítið vita um framhaldið hjá þeim. „Við vitum ekkert fyrr en í kvöld í fyrsta lagi það verða teknar […]

17 af 26 skipverjum á Hrafni Sveinbjarnarsyni veikir

Í gærkvöldi tilkynnti landhelgisgæslan lögreglu að von væri á fiskiskipi til Vestmannaeyja þar sem væru talsverð veikindi um borð. 17 menn af 26 höfðu verið veikir og þrír mikið veikir. Hafnarsvæðinu var lokað fyrir almenningi og fóru heilbrigðisstarfsmenn um borð þegar skipið hafði lagst að bryggju um ellefuleytið en forgangsmál var að sinna sjúklingunum. Fjórum […]

Tíu staðfest COVID-19 tilfelli

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu: Síðustu daga hafa komið upp 10 staðfest COVID-19 tilfelli í Vestmannaeyjum. Tilfellin eru ekki öll með augljósa tengingu innbyrðis, þ.e.a.s. ekki hafa verið náin samskipti á milli manna í öllum tilvikum. Það eina sem virðist að svo komnu máli tengja öll tilfellin saman eru íþróttakappleikir […]

Tímabundin lokun Íþróttamiðstöðvar

Starfsmaður Íþróttamiðstöðvar hefur greinst með kórónuveirusýkingu en viðkomandi hefur ekki verið við störf undanfarna daga. Í samráði við umdæmislækni sóttvarna, aðgerðastjórn og rakningarteymi hefur þó verið tekin ákvörðun um að loka Íþróttamiðstöðinni á meðan málið er skoðað nánar. Þetta er gert í því skyni að hindra mögulega útbreiðslu smits. Starfsfólk fer í úrvinnslukví á meðan […]

Börn að leik

Fjöldi barna með veiðistangir hefur verið áberandi á og við Nausthamarsbryggjuna undan farna daga. Trillu sjómaður sem Eyjafréttir ræddi við sagðist ekki hafa séð svona mikið af krökkum á bryggjunum í mörg ár og þetta minnti hann á fyrri tíð þegar bryggjan var aðal leikvöllurinn. „Þetta er bara skemmtilegt á meðan þau fara varlega og […]

Allt sprittað á klukkustunda fresti og lyft í hönskum

Í gær bárust fréttir af því af höfuðborgarsvæðinu að sundlaugarstarfsmenn þyrftu stöðugt að vera að rífast við fólk sem neitaði að hlýða reglum um hversu margir mættu vera í heitu pottunum og annarsstaðar á sundlaugasvæðinu. Við heyrðum í Grétari Eyþórssyni forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum og spurðum hvernig hefði gengið þessa fyrstu daga við breyttar aðstæður. […]

Hvað má í sóttkví?

Nú þegar þeim fjölgar ört sem settir eru í sóttkví í Vestmannaeyjum og í gærkvöldu voru þeir orðnir rúmlega 100. Ekki er víst að allir átti sig á hvað það þýðir að vera í sóttkví. Hvað má og hvað má ekki. Hér að neðan má lesa nokkra góða punkta um það. Sóttkví á heimilum Oftast […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.