Bergey aftur til veiða

Bergey VE hélt til veiða að loknu kórónuveirustoppi um miðnætti á sunnudag en þá hafði skipið verið frá veiðum í vikutíma. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir frá því að alls smituðust sex menn úr áhöfn skipsins og þeir síðustu úr þeim hópi munu væntanlega ekki geta hafið störf á ný fyrr en á sunnudag. Bergey sigldi strax austur […]
Óvíst með framhaldið hjá Bergey

Fimm úr áhöfn Bergeyjar VE hafa reynst smitaðir af Covid-19. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Arnar Richardsson, rekstrarstjóra Bergs-Hugins, og spurði hvenær þetta hefði gerst. „Það voru áhafnarskipti í Neskaupstað á fimmtudaginn. Einn sem var að koma í land fór að finna fyrir einkennum á föstudag og var þá kominn til Reykjavíkur. Hann fór í hraðpróf […]
Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir næstu tvær vikur

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir. Almennar fjöldatakmarkanir verða því áfram 50 manns en með möguleika á hraðprófsviðburðum, áfram gilda 1 metra nálægðarmörk, reglur um grímunotkun o.s.frv. Þessi ákvörðun er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að viðhalda óbreyttum takmörkunum í ljósi óvissu um þróun faraldursins, […]
Næstu skref bólusetninga í Vestmannaeyjum

Miðvikudaginn 8. desember hafa 750 manns verið boðaðir í bólusetningu vegna covid. Eru það flestir einstaklingar sem boðaðir eru í örvunarskammt og ættu einstaklingar sem bólusettir voru fyrir 6 mánuðum eða lengur núna að hafa fengið boð. Bólusett verður í Íþróttahúsinu OPINN TÍMI verður klukkan 15 er og er sá tími ætlaður fyrir einstaklinga sem […]
Smit hjá starfsmanni á Kirkjugerði – uppfært

Lokað er á leikskólanum Kirkjugerði í dag þar sem smit kom upp hjá starfsmanni. Samkvæmt heimildurm Eyjafrétta eru öll börnin á tveimur yngstu deildunum leikskólans í sóttkví en önnur börn í úrvinnslusóttkví. Ekki liggur fyrir hvenær hægt er að opna leikskólan á ný. Foreldrum barst tilkynning í morgun þess efnis að beðið væri niðurstöðu úr […]
Covid smit á stofnunum bæjarins

Vestmannaeyingar hafa ekki farið varhluta af aukningu smita í Vestmannaeyjum undanfarið. Haustið var reyndar rólegt, en nú hefur Covid smitum fjölgað. Í fétt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar er greint frá því að í síðustu viku hafi komið upp smit hjá barni á einum kjarna á leikskólanum Sóla. Börn og kennarar skólans fóru í sóttkví sem líkur […]
Enginn kórónusmitaður í Vinnslustöðinni

Engin kórónusmit greindust meðal starfsfólks Vinnslustöðvarinnar í PCR-prófunum helgarinnar. Starfsmaður veiktist og ýmislegt benti til kórónuveirunnar. Sá grunur styrktist við jákvæða niðurstöðu í hraðprófi. PCR-próf hjá viðkomandi var hins vegar neikvætt og sama átti við um PCR-próf hjá á annað hundrað öðrum starfsmönnum í fiskvinnslu og á skrifstofu fyrirtækisins. Niðurstaðan var með öðrum orðum blessunarlega […]
Grunur um kóvídsmit í fiskvinnslu VSV

Grunur leikur á að starfsmaður í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar sé veikur af kórónuveirunni en það fæst ekki staðfest fyrr en eftir helgi. Viðbragðsáætlun fyrirtækisins var virkjuð þegar í stað og í dag voru um 100 starfsmenn í fiskvinnslu og á skrifstofu PCR-prófaðir. Niðurstaða prófana er beðið en þeirra er ekki að vænta fyrr en á morgun […]
sunnudagaskóli og guðsþjónusta falla niður

Sökum COVID-aðstæðna í samfélaginu verður hvorki sunnudagaskóli né guðsþjónusta í dag. Þó heldur æskulýðsfélagið sínu striki. Við hvetjum alla til að gæta að sjálfum sér og öðrum og jafnframt að taka frá stund til að hlúa að trú sinni, hvort heldur sem er með bæn eða lestri úr ritningunni. (meira…)
Sextán í einangrun, uppruni flestra smita þekktur

Það hefur fjölgað einstaklingum í einangrun í Vestmannaeyjum síðustu daga. Í dag eru 16 einstaklingar skráðir í einangrun að sögn Davíðs Egilssonar, yfirlæknis á Heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum. “Þetta er enn tiltölulega afmarkað, þ.e. að vitað er um uppruna flestra smitanna og hvernig þau tengjast. Að sjálfsögðu hefur maður áhyggju þegar tölurnar fara uppávið og líkurnar […]