Grímuskyldu aflétt og opnunartími lengdur 

Almennar fjöldatakmarkanir verða 2.000 manns, grímuskyldu verður aflétt, opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt. Regla um nándarmörk verður áfram 1 metri. Þetta er megininntak breytinga á reglugerð um samkomutakmarkanir sem tók gildi 20. október samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra.   Breytingar frá og með 20. október:  Almennar fjöldatakmarkanir 2.000 manns í stað 500.  Nándarregla óbreytt 1 […]

Full aflétting eftir fjórar vikur

Þetta tilkynnti Svandís Svavarsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í morgun. Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis var þar meðal annars til umræðu. Lagði hann í minnisblaðinu fram þrjá möguleika varðandi framhaldið; 1. að viðhafa áfram sömu takmarkanir, 2. að slaka á í skrefum og 3. að aflétta öllum takmörkunum. Í minnisblaði, sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sendu […]

Tíu í einangrun – Flest smitanna tengjast ferðum erlendis

Davíð Egilsson, yfirlæknir og svæðislæknir sóttvarna hjá HSU Vestmannaeyjum segir stöðuna á Covid-19 í Eyjum hafa verið ágæta undanfarið. “Það hafa verið að detta inn eitt og eitt smit og mest voru á sama tíma 13 skráðir í einangrun í síðustu viku. Í dag 11. október eru tíu skráðir í einangrun. Flest smitanna tengjast ferðum erlendis […]

Takmarkanir framlengdar til 20. október

9e22a5b72e94ee82ecb4a4782f854d59

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs Covid-19. Reglugerð heilbrigðisráðherra þess efnis hefur verið send Stjórnartíðindum til birtingar og gildir hún til og með 20. október næstkomandi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er þróun faraldursins rakin frá því að öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum hér á landi var aflétt 26. […]

Þjóðhátíð fær ríkisstyrk

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að til standi að veita Þjóðhátíðar í Eyjum ríkisstyrk vegna tekjutaps ÍBV en hátíðinni hefur verið frestað nú í tvö ár. Þetta kemur fram í frétt á vefnum visir.is. Hugmyndir þess efnis voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum að ræða það að við ættum eftir að koma með úrræði […]

Fjöldatakmarkanir í 500 manns og 1500 á hraðprófsviðburðum

Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum á fundi ríkisstjórnar í morgun, en þær eru í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis. Reglugerð þessa efnis tekur gildi 15. september og gildir til 6. október. Almennar fjöldatakmarkanir verða auknar í 500 manns og á hraðprófsviðburðum verður unnt að hafa allt að 1.500 manns. Á hraðprófsviðburðum verður nú unnt að […]

Staða bólusetninga í Vestmannaeyjum

Guðný Bogadóttir yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum sendi okkur þessar upplýsingar um gang mála í bólusetningum í Vestmannaeyjum. Í síðustu viku var verið að bólusetja grunnskólabörn, fólk í elstu aldurshópum,  skjólstæðinga dagdvalar og heimahjúkrunar og boðið upp á örvunarskammta handa þeim sem fengið hafa Janssen eða einungis fengið 1 bólusetningu með pfizer eða Astra Zenica. […]

Grímuskylda afnumin í Krónunni

Frá og með deginum í dag mun Krón­an af­nema grímu­skyldu í versl­un­um sín­um, en hún var sett á í lok júlí­mánaðar. Frá þessu grein­ir fyr­ir­tækið í til­kynn­ingu á facebook síðu sinni. Þar kemur fram að sem fyrr eru viðskipta­vin­ir og starfs­fólk beðin um að huga ávallt að gildandi fjarlægðartakmörkum, sem nú eru 1 metri, og […]

Full afköst í sundlaugum og líkamsrækt

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um  tilslakanir frá núgildandi reglum sem voru ræddar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Lagt er til að þær taki gildi þann 28. ágúst eða á laugardag og fela þær í sér full afköst í sundlaugum og líkamsrækt í stað 75% eins og verið hefur, iðkendum verði fjölgað í 200 […]

Þrettán í einangrun í Vestmannaeyjum

Í dag, þriðjudaginn 24. ágúst, eru 13 einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 og 10 í sóttkví. Sem fyrr ítrekar aðgerðastjórn mikilvægi þess að gæta vel að einstaklingsbundnum smitvörnum og almennum sóttvörnum, virða eins metra regluna og nota handspritt og andlitsgrímu. Þeir sem finna fyrir flensueinkennum eru hvattir til að fara í sýnatöku og […]