Áramótapistill forstjóra HSU

Viðburðarríkt ár en senn á enda og við tekur nýtt ár með nýjum tækifærum. Við árslok er mér efst í huga þakklæti til alls starfsfólks fyrir samstöðu og seiglu. Þótt heimurinn hafi opnast á ný í framhaldi af heimsfaraldri blasa áfram við margvísleg verkefni og er það einlæg von mín að komandi ár færi okkur […]
Staða sérfræðiþjónustu innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU)

Heilbrigðiskerfið er einn af hornsteinum samfélagsins og lögum samkvæmt á grunnheilbrigðisþjónusta að vera tryggð öllum landsmönnum. Það er því áskorun að byggja upp heildrænt heilbrigðiskerfi sem tryggir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi hverju sinni. Í stuttu máli er heilbrigðisþjónustan skilgreind sem þrjú þjónustustig, þar sem heilsugæslan er skilgreind þjónusta á fyrsta stigi, en meira […]
Covid-19 fréttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Covid-19 smitum fer nú fjölgandi í samfélaginu og hafa þau ekki verið fleiri frá því í apríl sl. Samkvæmt nýjustu Covid tölum frá Suðurlandi eru nú 51 í einangrun með virkt smit og 84 í sóttkví. Þetta veldur okkur að sjálfsögðu áhyggjum en við megum ekki bugast og höldum ótrauð áfram í baráttunni við þennan […]
Óskuðu eftir reglulegum fundum með HSU

Umræða um heilbrigðismál fór fram á fundi bæjarráðs á þriðjudag. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og framkvæmdastjórn stofnunarinnar kom á fund bæjarráðs til þess að fara yfir stöðu mála á stofnuninni. Bæjarráð þakkaði forstjóra og framkvæmdastjórn fyrir veittar upplýsingarnar og óskaði eftir að fundað verði með reglubundnum hætti í framtíðinni. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess […]
Staða flugsins áhyggjuefni

„Það er auðvitað áhyggjuefni að geta ekki gengið að því að vera með fastar flugferðir til og frá Vestmannaeyjum,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í samtali við Morgunblaðið, um þá ákvörðun flugfélagsins Ernis að hætta flugi til og frá Vestmannaeyjum. Félagið flaug sína síðustu áætlunarferð til Eyja fyrr í septembermánuði. Ástæðan þar að baki […]
Áformaðar uppsagnir við HSU

Einstaklingum sem starfa við ræstingar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum verður sagt upp störfum. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafði þetta að segja þegar leitað var eftir svörum. „HSU er að leita leiða til hagræðinga í rekstri. Að okkar mati munu þær leiðir sem eru í skoðun ekki þurfa hafa áhrif á starfsmöguleika í Vestmannaeyjum. […]