Lækkun vaxta og verðbólgu mesta kjarabótin

„Þessir samningar snúast fyrst og fremst um að gera fjárhagsstöðu barnafjölskyldna og láglaunahópa bærilegri. Einnig þeirra sem eru með klafa húsnæðislána á bakinu með þeirri vaxtabyrði og verðbótum sem fylgja þeim. Ef allar forsendur ganga upp batnar hagur flestra um tugi þúsunda á mánuði þó minnst af því komi í gegnum beinar launahækkanir. Framundan er […]

Megum aldrei nota stéttarfélögin sem verkfæri í pólitík

Starfsgreinasamband Íslands undirritaði nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins þann 3. desember síðastliðinn. Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Atkvæðagreiðsla um samninginn fór fram dagana 9. – 19. desember. Niðurstöður atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum. Í […]

1. maí verður haldinn hátíðlegur í AKÓGES

maí verður haldinn hátíðlegur í AKÓGES með kaffisamsæti og dagskrá  Dagskrá: Kl. 14.00         Húsið opnar Kl. 14:30         Kaffisamsæti 1. maí ávarp flutt Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja sjá um tónlistaratriðin. Sendum launafólki hátíðar- og baráttukveðjur í tilefni dagsins Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyja (meira…)

Ískaldar kveðjur til starfsmanna Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands

Enn og aftur eru það starfsmenn í ræstingu og nú einnig í þvottahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sem verða fyrir barðinu á uppsögnum vegna „hagræðingar“. Afl starfsgreinafélag, Báran, stéttarfélag,  Drífandi stéttarfélag og Verkalýðsfélag Suðurlands mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum á ræstingafólki og starfsmönnum í þvottahúsi hjá HSU. Réttindi og kjör þeirra starfsmanna sem munu verða ráðnir í þessi […]

Kaldar kveðjur frá yfirstjórn

Það er algjörlega ólíðandi að yfirleitt skuli vera byrjað á að segja upp ræstingafólki þegar þarf að spara hjá fyrirtækjum og stofnunum. Drífandi í Vestmannaeyjum og Báran stéttarfélag á Selfossi sendu frá sér eftirfarandi ályktun vegna fyrirhugaðra uppsagna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Báran og Drífandi stéttarfélög mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum á ræstingafólki hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands – HSU. […]