Missti tennur á rafmagnshlaupahjóli

Vegfarandi á rafmagnshlaupahjóli frá fyrirtækinu Hopp slasaðist á föstudagskvöldið á Þjóðhátíð. Þetta kemur fram á fréttavef mbl.is sem átti í samtali við Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar missti sá slasaði nokkrar tennur. Karl Gauti segir lögregluna eiga í góðu samstarfi við Hopp og að fyrirtækið sjái til þess að hjólin hægi á […]
Fella niður startgjaldið á Hopphjólunum á bíllausa daginn

Í dag er bíllausi dagurinn og af því tilefni fellum við niður startgjaldið á Hopphjólunum. Við hvetjum Eyjamenn til að sleppa bílnum og ganga eða bara “Hoppa” – “Minni mengun – Meira Hopp” Eyjamenn og gestir okkar hafa tekið hinum umhverfisvænu almenningssamgöngum ákaflega vel. Frá því að við opnuðum þjónustuna í apríl, hafa rafskutlur okkar […]
Eyjamenn duglegir að Hoppa

Fyrr í þessum mánuði opnaði deilileiga fyrir rafskútur í Vestmannaeyjum undir merkinu Hopp. Það eru þau Nanna Berglind Davíðsdóttir og Jón Þór Guðjónsson sem eru að opna reksturinn hér í Eyjum. Við ræddum við Nönnu um viðtökurnar og fyrirkomulag leigunnar. 1700 ferðir fyrstu vikuna „Þetta hefur farið mjög vel af stað, Eyjamenn og gestir hafa […]
Ódýrar almenningssamgöngur í Vestmannaeyjum

Í dag opnar deilileiga fyrir rafskútur í Vestmannaeyjum undir merkjum Hopp. Þjónustan verður opnuð sem sérleyfi (e. franchise) en það eru þau Nanna og Jón Þór sem eru að opna reksturinn hér í Eyjum. Opnað verður með 25 öflugum rafskútum af nýjustu gerð (árgerð 2021) og verður hægt að leigja þær í gegnum app í […]
Hopp til Vestmannaeyja

Rafhlaupahjólaleigan Hopp hefur notið mikilla vinsælda á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. eHopp eins og það heitir í Vestmannaeyjum mun í samstarfi við Hopp fara af stað með slíka leigu í Eyjum næsta vor. Markmiðið er að bjóða Eyjamönnum og gestum okkar upp á umhverfisvænan og handhægan máta til að komast leiðar sinnar. Eigendur eHopp eru Davíð Guðmundsson, […]