Aukin lífsgæði í Vestmannaeyjum
Kæru Vestmannaeyingar. Nú líður senn að bæjarstjórnarkosningum. Þar skipa ég 3. sæti hjá Eyjalistanum. Það eru forréttindi að búa í Vestmannaeyjum. Ég flutti aftur til Eyja árið 2016 ásamt konu minni, Rögnu Steinu og börnum okkar þrem. Hér er öflugt íþrótta- og tómstundastarf, fjölbreytt atvinnulíf, frábærir skólar og blómlegt menningarlíf. Eyjarnar hafa upp á flest […]