Stelpurnar taka þátt í EHF Cup

HSÍ sendi skráningu til EHF í gær vegna Evrópukeppni kvenna. Að þessu sinni verða tvö íslensk lið skráð í keppnina en það eru Valur og ÍBV. Valur er skráði sig til þáttöku í Evrópudeild EHF og ÍBV í EHF Cup. Á síðasta tímabili voru það þrjú lið sem tóku þátt í Evrópukeppninni en í ár […]

Mæta tékknesku meisturunum

ÍBV mætir tékknesku meisturunum Dukla frá Prag í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Báðir leikirnir eru leikinir í Tékklandi og fer fyrri leikurinn fram í dag klukkan 13:00 og sá seinni á morgun klukkan 17:00. (meira…)

Stelpurnar leika við Madeira í dag

Kvennalið ÍBV í handknattleik er komið til suðurhafseyjunnar Madeira við Portugal eftir langt og strangt ferðalag frá Íslandi. Framundan eru tveir leikir hjá ÍBV í dag og á morgun við Madeira Andebol SAD í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. (meira…)

ÍBV mætir tékknesku meisturunum Dukla frá Prag

ÍBV mætir tékknesku meisturunum Dukla frá Prag í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik en dregið var í keppninni í morgunn. Leikirnir eiga að fara fram fyrstu og aðra helgina í desember ef leikið verður heima og að heiman. Fyrri viðureignin verður í Vestmannaeyjum. ÍBV vann Donbas með miklum mun í annarri umferð um síðustu […]

ÍBV-Donbas í EHF European Cup

Karlalið ÍBV fær úkraínska liðið Donbas í heimsókn um helgina í 2. umferð EHF European Cup. Báðir leikir verða leiknir hérna í Vestmannaeyjum, í dag og sunnudag, og hefjast báðir klukkan 14:00. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur. (meira…)

Stelpurnar mæta liði frá Madeira

Í dag var dregið í 3.umferð í Evrópubikar kvenna, en kvennalið ÍBV tryggði sér farmiðann þangað í gær með samanlögðum sigri úr tveimur leikjum gegn O.F.N. Ionias. Stelpurnar mæta félagsliðinu Madeira frá Portúgal í 32-liða úrslitum. Ef leikirnir fara fram heima og að heiman þá á ÍBV heimaleik helgina 3. og 4. desember og svo […]

Úkraínumenn koma til Eyja

Ekkert bendir til annars en að ÍBV mæti úkraínska liðinu Donbas í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í upphafi næsta mánaðar. Leikirnir hafa verið settir á dagskrá í Vestmannaeyjum 5. og 6. nóvember. Skiljanlega verður ekkert af heimaleik Donbasliðsins sem er í með bækistöðvar í Maríupól sem um þessar mundir er hernumin af rússneska […]

Evrópuævintýrinu lokið

ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna eftir að hafa tapað í tvígang fyrir spænska liðinu Costa del Sol Málaga á Spáni í dag, 34:27. Fyrri leiknum í gær lauk með 11 marka sigri Málagaliðsins, 34:23, sem tekur sæti í undanúrslitum keppninnar. ÍBV tók þátt í átta leikjum í Evrópubikarkeppninni á leiktíðinni gegn […]

ÍBV spilar báða leikina á Spáni

ÍBV hefur samið við forráðamenn spænska félagsliðsins Costa del Sol Málaga um að báðir leikir liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik verði leiknir í Málaga. Vilmar Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV staðfesti þetta við handbolta.is. Leikirnir fara fram 12. og 13. febrúar í Polideportivo Ciudad Jardin, íþróttahöll Costa del Sol Málaga-liðsins. Costa […]

Stelpurnar fara til Spánar

Dregið var í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í morgun. Kvennalið ÍBV dróst á móti spænska liðinu Costa del Sol Málaga. Spænska liðið er ríkjandi meistari í keppninnar. Gert er ráð fyrir að heimaleikur ÍBV fari fram 12.-13. febrúar annarsvegar og útileikurinn viku seinna. Ekki liggur fyrir hvort leikið verði heima og heiman. Takist ÍBV […]