Komust ekki áfram – Þökk sé dönskum dómurum

ÍBV er dottið úr Evrópukeppninni eftir jafntefli í seinni leik gegn Krems frá Austurríki 32:32. Leikið var í Vestmannaeyjum en fyrri leiknum lauk með 30:28 sigri Austurríkismanna. Eyjamenn þurftu því að vinna með þremur mörkum til að komast áfram. Sú varð ekki reyndin sem má þakka eða ekki þakka dómurum dönskum sem höfðu allt aðra […]

Evrópuleikur í Eyjum

ÍBV tekur í dag á móti austurríska handknattleiksliðið Förthof UHK Krems í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Fyrri leiknum í Austurríki lauk með tveggja marka sigri Krems 30-28 en ÍBV leiddi í hálfleik 10-13. Það er því ljóst að ÍBV á ágætis möguleika á því að krækja sér í sæti […]

Evrópubikarkeppnin heldur áfram í dag

Handboltastrákarnir eru komnir til Austurríkis þar sem ÍBV liðið tekur þátt í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í kvöld. ÍBV mætir austurríska liðinu Krems kl. 18:00 á íslenskum tíma, hægt verður að horfa á leikinn á meðfylgjandi hlekk. https://fan.at/handball/videos/655f7123474e4528cad04d38 Heimaleikur ÍBV gegn Krems verður síðan 2. desember. (meira…)

Stelpurnar fallnar úr Evrópubikarkeppninni

ÍBV hefur lokið þátttöku sinni í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna á þessari leiktíð. ÍBV tapaði tvívegis fyrir Madeira Anderbol SAD á tveimur dögum um helgina, 36:23 og 33:19 og því viðureigninni samtals með 27 mörkum. Báðir leikirnir fór fram ytra. Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og Sunna Jónsdóttir voru markahæsta ÍBV kvenna með fjögur mörk hvor í […]

ÍBV á leið til Austurríkis í næstu umferð

Dregið var í 3. umferð, 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni karla, í handknattleik í dag. Nöfn fjögurra íslenskra liða voru í pottinum og þar á meðal ÍBV. ÍBV mætir austurríska liðinu Förthof UHK Krems og er fyrri viðureignin áætluð á útivelli.  Leikir 3. umferðar eða 32 liða úrslita, eiga að fara fram 25. og 26. nóvember og 2. og […]

ÍBV mætir Rauðu strákunum

ÍBV sat hjá í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik sem fram fór í síðasta mánuði. Í dag og á morgun mætir ÍBV HB Red Boys Differdange, meistaraliðinu í Lúxemborg. Leikirnir hefjast klukkan 14.30 báða dagana og fara fram í Centre Sportif Niederkorn í Lúxemborg. HB Red Boys Differdange er eitt þriggja liða sem hefur […]

ÍBV stelpur í góðri stöðu

Eyja 3L2A0803

Síðari viðureignin ÍBV gegn portúgalska liðinu Colegio de Gaia fer fram í dag klukkan 17. Samanlagður sigurvegari leikjanna tekur sæti í 2. umferð. ÍBV skoraði sex síðustu mörk og tryggði sér þar með sigur á portúgalska liðinu, 27:23, í fyrri viðureign liðanna í gærkvöldi í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna. Leikurinn fór fram í […]

Evrópuleikir í Portúgal

Framundan eru tveir leikir hjá ÍBV gegn portúgalska handknattleiksliðinu Colegio de Gaia í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Fyrri viðureignin fer fram síðdegis í dag en sú síðari á laugardaginn í Vila Nova de Gaia við norðaustur strönd Portúgal, nánast í túnfætinum á Porto. Colegio de Gaia hefur farið afar vel af stað í […]

Strákarnir leika báða leiki á útivelli

Það er nú ljóst að Íslandsmeistarar ÍBV leika báða leiki sína í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á útivelli. Eyjamenn leika báða leiki sína gegn Red Boys Differdange í Lúxemborg; 14. og 15. október. Leikið verður í Center Sportif í Differdange, sem er suð vestur af borginni Luxemborg, við frönsku landamærin. (meira…)

Andstæðingar ÍBV frá Potrúgal og Luxemborg

Bæði karla og kvennalið ÍBV í handbolta voru í pottinum þegar dregið var í Evrópukeppnum EHF í höfuðstöðvum evr­ópska hand­knatt­leiks­sam­bands­ins í morgun. Í Evrópubikarkeppni kvenna verða andstæðingar bikarmeistara ÍBV í fyrstu umferð Colegio de Gaia frá Portúgal. Portúgalska liðið var dregið á undan og á þar með heimaleik á undan ef leikið verður heima og […]