Bæði karla og kvennalið ÍBV í handbolta voru í pottinum þegar dregið var í Evrópukeppnum EHF í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins í morgun.
Í Evrópubikarkeppni kvenna verða andstæðingar bikarmeistara ÍBV í fyrstu umferð Colegio de Gaia frá Portúgal. Portúgalska liðið var dregið á undan og á þar með heimaleik á undan ef leikið verður heima og að heiman. Fyrsta umferð Evrópubikarkeppninnar verður leikin helgarnar 23./24. september og 30. september /1. okótóber.
Í Evrópubikarkeppni karla mæta Íslandsmeistarar ÍBV, HB Red Boys Differdange frá Lúxemborg í 2. umferð. Önnur umferð fer fram helgarnar 14. og 15. október og 21. og 22. október.