ÍBV sat hjá í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik sem fram fór í síðasta mánuði. Í dag og á morgun mætir ÍBV HB Red Boys Differdange, meistaraliðinu í Lúxemborg. Leikirnir hefjast klukkan 14.30 báða dagana og fara fram í Centre Sportif Niederkorn í Lúxemborg.
HB Red Boys Differdange er eitt þriggja liða sem hefur átta stig eftir fimm umferðir í átta liða úrvalsdeild karla í Lúxemborg.
HB Red Boys Differdange sat hjá í fyrstu umferð keppninnar í haust eins og ÍBV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst