Eyjafréttir 50 ára og enn á vaktinni

„Gleðilegt ár öll sömul og takk fyrir samskiptin á liðnum árum. En mest þakkir fyrir að mæta og taka þátt í þessu með okkur. Afhending Fréttapýramídanna hefur í mínum huga verið einskonar uppskeruhátíð Eyjafrétta. Er um leið skemmtilegt uppbrot á hversdeginum í Eyjum í upphafi árs. Við stöndum á tímamótum því Fréttir/Eyjafréttir fagna 50 ára […]

Gleðilega hátíð

Stjórn og starfsfólk Eyjasýnar óskar lesendum gleðilegra jóla og þakkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. (meira…)

Eyjamenn lesa Eyjafréttir

Áskriftin á litlar 1.300 krónur.

Á myndinni má sjá Ómar Garðarsson, einn ritstjóra Eyjafrétta, haldandi á nýjasta tölublaðinu. Í tilefni að fimmtíu ár séu liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey þá er þema blaðsins bærinn sem reis úr öskunni. Ómar hefur ritað þúsundir greina. Hann, Atli Rúnar og Guðni Einarsson eru einir reynslumestu blaðamenn landsins og eru allir með greinar í […]

Veglegt blað komið í dreifingu

Áttunda tölublað Eyjafrétta er komið í dreifingu og er efni þess fjölbreytt að venju. Meðal efnis eru kaup Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og Ós ehf. Fjallað er um frábæra sýningu LV á Rocky Horror og við fáum að vita að saltfiskur er dýrmæt vara og að vanda þarf til verka. Gísli J. var þekktur fyrir […]

Eyjafréttir á götuna í dag – Áhugaverðar að vanda

Sjötta blað Eyjafrétta fer í dreifingu í dag til áskrifenda og á sölustaði okkar á Kletti, í Krónunni og Tvistinum. Það er fullt af áhugaverðu efni en eðlilega fá stelpurnar okkar, Bikarmeistarar ÍBV kvenna veglegt pláss í blaðinu, fjöldi mynda og athyglisverðra viðtala. Tveir nýir liðsmenn eiga efni í blaðinu, Díana Ólafsdóttir og Guðni Einarsson, […]

Eyjafréttir koma út í dag – Fjölbreytt að vanda

Fimmta tölublaði Eyjafrétta verður dreift í dag og er að venju stútfullt af áhugaverðu efni. Addi í London á forsíðumyndina sem minnir okkur á að nú stendur loðnuvertíð sem hæst. Inni í blaðinu er skemmtileg myndasyrpa úr loðnunni og þar koma eðlilega margir við sögu. Annað efni er nýja fyrirtækið hennar Fríðu Hrannar. Innsýni gefin […]

Eyjafréttir í dag – Fjölbreytti efni

Annað tölublað Eyjafrétta á þessu ári kemur út í dag og er eðlilega helgað því að á mánudaginn, 23. janúar minnumst við þess að 50 ár eru frá upphafi goss á Heimaey. Líka er spáð í spilin á HM í handbolta þar sem við eigum verðuga fulltrúa. Í blaðinu eru ávörp frá forseta Íslands, borgarstjóranum […]

Svipmyndir frá Desember

Ljósmyndarar og velunnarar Eyjafrétta smella oft myndum á förnum vegi sem ekki rata í fréttirnar. Við ákváðum að taka saman nokkrar mannlífs og náttúrumyndir sem okkur áskortnaðist í desember.   (meira…)

Lagfæring vegna jólakrossgátu

Í krossgátu jólablaðs Eyjafrétta datt út ein vísbending. 21 lárétt. Hún er þannig: Þennan stól eignaðist ég einhvern veginn þar sem ég óx upp (4). Minnum á að lausnir þarf að senda á netfangið sigurge@internet.is fyrir 5. janúar nk. Dregið verður úr réttum lausnum og bókaverðlaun í boði. (meira…)

Gleðileg Jól

Stjórn og starfsfólk Eyjasýnar óskar lesendum gleðilegra jóla og þakkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.