Eyjafréttir bornar út á morgun fimmtudag – komnar á netið

Vegna samgönguerfiðleika milli lands og Eyja frestast dreifing á Eyjafréttum í Vestmannaeyjum um sólarhring. Blaðið er komið á vefinn hér til hliðar og geta óþreyjufullir áskrifendur kíkt á blaðið hér á netinu. Meðal efnis í blaðinu er val á Fréttapýramídanum 2019, Útskrift frá FIV þá fengum við líka nokkra vel valda bæjarbúa til að gera […]

Eyjafréttir í jólaskapi

Tveir heppnir einstaklingar fá ókeypis áskrift fyrir sig og vin, út árið 2020. Núverandi áskrifendur eiga að sjálfsögðu möguleika á að fá áskrift ársins ókeypis! Eina sem þarf að gera er að like-a við facebooksíðuna okkar, deila og merkja þann vin sem þú vilt gleðja í kommenti. Dregið verður 31. desember. (meira…)

Jólablaði Eyjafrétta dreift til áskrifenda í dag

Efnismikið og myndarlegt Jólablað Eyjafrétta er borið út til áskrifenda í dag miðvikudaginn 18. desember. Í blaðinu má m.a. lesa um fótbolta- og frímerkjaáhuga Guðna Friðriks Gunnarssonar, sem er langt út fyrir mörk hins eðlilega. Fyrsta blaðaviðtalið sem Helgi Bernódusson, Eyjamaður og fyrrum skrifstofustjóri veitir. Margrét Lára Viðarsdóttir sem nýverið lagði fótboltaskóna á hilluna ræðir […]

Eyjafréttir á leið inn um lúguna

12. tölublað Eyjafrétta í 46. árgangi kemur út í dag. Í blaðinu er farið um víðan völl. M.a. áttatíu ára afmæli Lúðrasveitar Vestmannaeyja, dagskrá Safnahelgarinnar, sem spannar tvær helgar að þessu sinni. Vestmannaeyjar á Google kortið, Helgi Sigurðsson nýr þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu og nýtt hetjulag frá Ingó Veðurguði um bikaróðan Eyjamann. Áskrifendur eiga […]

Sindri Ólafsson nýr ritstjóri Eyjafrétta

Sindri Ólafsson hefur verið ráðinn ritstjóri Eyjafrétta og vefmiðilsins eyjafrettir.is og Sæþór Vídó Þorbjarnarson ráðinn til að starfa àfram fyrir fjölmiðlana. Jafnframt ákvað stjórn Eyjasýnar að gefið yrði ùt blað með fréttasniði aðra hvora viku í stað mánaðarritsins nú og halda áfram úti vefnum eyjafrettir.is. Markmiðið er að auka útbreiðslu blaðsins, styrkja vefinn og auka […]

Gleðilegt nýtt ár

Starfsfólk og eigendur Eyjafrétta óska lesendum sínum, Eyjamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Í ár urðu miklar breytingar hjá Eyjafréttum, við fluttum af Strandvegi 47 og erum nú með aðstöðu á Ægisgötu 2 (Þekkingarsetrinu). Blaðið kemur núna út mánaðarlega í stað vikulega, en er í staðinn mun veglegra og inniheldur í hverjum mánuði áhugaverð […]

Nýjasta tölublað Eyjafrétta komið út

Við förum um víðan völl í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem kemur út í dag. Meirihluti frétta sem skrifaðar eru þessa daganna snúa að Herjólfi ohf. Framkvæmdastjóri félagsins og stjórnin sendu frá sér siglingaráætlun og gjaldskrá á dögunum. Gjaldskráin hefur verið á milli tannanna á fólki og samkvæmt stjórnarformanni félagsins er ekki um neitt ólögmætt að […]

Eyjafréttir sýknaðar af kæru

Þann 5. júlí síðastliðinn voru Eyjafréttir kærðar fyrir viðtal sem birtist í blaðinu þann 9.maí 2018. Kærandi, Finnur Magnússon lögmaður hjá Juris, fyrir hönd umbjóðenda sinna taldi að birting umrædds viðtals Eyjafrétta undir fyrirsögninni „Nánast aldrei hitt barnabörnin þrátt fyrir að búa á sömu eyjunni,“ hafi Eyjafréttir gerst brotlegar gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. „Kærendur telja […]

Biðjumst velvirðingar á hægagangi

Eins og glöggir lesendur Eyjafrétta tóku væntanlega eftir umturnaðist útgáfa Eyjafrétta núna um síðustu mánaðarmót. Útgáfudögum blaðsins fækkaði, skrifstofan flutti, starfsfólki fækkaði og meira að segja símanúmerunum fækkaði. En aðeins er eitt símanúmer til okkar á ritstjórn nú í stað tveggja 481-1300. En á sama tíma opnuðum við líka nýja og glæsilega fréttasíðu. Það hefur […]