framboðslisti Eyjalistans samþykktur
Á fjölmennum félagsfundi Eyjalistans fyrr í kvöld var framboðslisti félagsins fyrir komandi kosningar samþykktur með öllum greiddum atkvæðum. Listann skipa eftirfarandi: 1. Njáll Ragnarsson – Deildarstjóri og formaður bæjarráðs 2. Helga Jóhanna Harðardóttir – Grunnskólakennari 3. Erlingur Guðbjörnsson – Stöðvarstjóri hjá Íslandspósti 4. Hildur Rún Róbertsdóttir – Deildarstjóri í leikskóla 5. Díana Íva Gunnarsdóttir – […]
Félagsfundur hjá Eyjalistanum
Næstkomandi miðvikudag kl. 17 verður haldinn félagsfundur hjá Eyjalistanum. Á dagskrá fundarins verður m.a. tekin fyrir tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista í komandi bæjarstjórnarkosningum. Fundurinn verður haldinn í Þinghól að Kirkjuvegi 19. Við bjóðum allt félagsfólk velkomið! (meira…)
Flokkur fólksins skoðar framboð
Sveitastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí næstkomandi nú þegar hafa þrír listar boðað framboð en það eru Eyjalistinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Fyrir Heimaey. Svo gæti farið að framboðum til bæjarstjórnar fjölgi því Flokkur fólksins hefur verið að skoða þann möguleika að bjóða fram í Vestmannaeyjum. Þetta staðfesti Georg Eiður Arnarson varaþingmaður flokksins í samtali við Eyjafréttir. […]
Allar stöður auglýstar
Að gefnu tilefni vill meirihluti bæjarstjórnar taka fram eftirfarandi:Um auglýsingar og ráðningar í stöður mannauðsstjóra og fjármálastjóra Vestmannaeyjabæjar gilda þær vinnureglur sem unnið hefur verið eftir á þessu kjörtímabili, í samræmi við samstarfsamning E- og H lista. Allar stöður eru auglýstar, þar meðtalin öll sumarstörf. Í stjórnendastöður, þ.e. stöður framkvæmdastjóra og forstöðumanna með mannaforráð, er […]
Úlfur, úlfur!
Hildur Sólveig Sigurðardóttir sparar ekki stóru orðin í grein sinni á vefmiðlum í gær þar sem hún talar um að meirihlutinn hafi, þó ekki séu liðnir nema tveir mánuðir frá kosningum, þverbrotið sín kosningaloforð og sé í hróplegri mótsögn við sjálfan sig. Tilefnið virðist vera fundur bæjarráðs fyrr um daginn. Ótrúlegt en satt birtist greinin […]