Stígandi áhyggjur listaverks
Skipulagsmál hafa verið fyrirferðamikil í stjórnsýslu sveitarfélaga til langs tíma. Það eru vonbrigði fyrir okkur í minnihlutanum þegar sjónarmiðin sem hafa gilt um skipulagsmál í sveitarfélaginu, eigi ekki að gilda um göngustígagerð í Eldfelli. Aðdragandinn Ég verð að viðurkenna mikla meðvirkni sem ég féll í sumarið 2022 þegar hugmyndin að listaverkinu kom fyrst fram í […]
Ófriði lýst á hendur Eyjamönnum – Á ný
Sumarið 2016 stefndi Umhverfisstofnun á að friðlýsa búsvæði sjófugla sem friðland í Vestmannaeyjum, í samræmi við 2. og 49.gr. lagna nr. 60/2013 um nátturuvernd. Friðlýsingin sem fól m.a. í sér að margvíslegt vald yrði fært frá bæjaryfirvöldum til Umhverfisstofnunar, s.s. umsjón með búsvæðavernd fugla, landnotkun og mannvirkjagerð á hinu friðlýsta svæði sem eru allar úteyjarnar […]
Nægt vatnsrennsli til Vestmannaeyja
Að gefnu tilefni er rétt að árétta að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Almannavarnayfirvöld hafa sömuleiðis ítrekað í fjölmiðlum að ekkert neyðarástand væri í Vestmannaeyjum vegna þessa og unnið væri að því að koma í veg […]
Allt gert til að tryggja vatnið!
Núna rétt áðan tilkynnti Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þá ákvörðun sína að Vestmannaeyjabær væri settur á hættustig vegna þess ástands sem skapast hefur við tjónið sem varð á vatnslögninni til Eyja fyrir rúmri viku. Það kemur auðvitað óþægilega við okkur öll þegar þær aðstæður skapast að flytja þurfi bæinn okkar á hættustig, en því fylgir reyndar líka […]
Gera byggðina undir hrauni aðgengilega
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt sérstakan hátíðarfund í Eldheimum á mánudag í tilefni þess að þá voru fimmtíu ár liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey í Vestmannaeyjum. Eyþór Harðarson, bæjarfulltrúi, flutti ávarp í tilefni tímamótanna og gerði í framhaldi grein tillögu að verkefni sem snýr að því að að gera þeim hluta Vestmannaeyja sem fóru undir hraun […]
Baráttumálin okkar fengið samhljóm í bæjarstjórn
Við sjálfstæðisfólk í Vestmannaeyjum erum að horfa á eftir annasömu ári. Það sem stendur uppúr að lokum er að samstaðan er mikil. Auðvitað er það ákveðinn lífstíll að vilja búa á eyju á Íslandi sem sjálft er lítil eyja langt norður í Atlandshafi. En hér eigum við heima og njótum þess að vera þar sem […]
Lög brotin við ráðningu hafnarstjóra
Brotin voru lög við ráðningu hafnarstjóra. Dómsorð taldi málsmeðferð hafnarstjórnar ámælisverða og ekki lögum samkvæmt. Hafnarstjórn sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni né veitti stefnanda andmælarétt. Ekki var sýnt fram á að leitast hafi verið við ráða hæfasta einstaklinginn og málsmeðferð Vestmannaeyjahafnar dró mjög úr raunhæfum möguleikum stefnanda á að verða ráðinn í starfið Ítrekaðar viðvaranir Sjálfstæðismanna […]
Fréttatilkynning frá framboði Sjálfstæðisflokksins
Eftir langt kosningavor sem hófst með prófkjöri og sveitastjórnakosningum í kjölfarið, þá langar okkur að þakka Eyjamönnum fyrir góðan stuðning. Að loknum kjördegi þá höfðu 1.151 greitt okkur atkvæði sitt, eða 44,1% kjósenda sem gerir okkur að stærsta stjórnmálaaflinu í Eyjum með 4 af 9 í sveitarstjórn. Við munum fylgja eftir stefnumálum okkar á komandi […]
Að gefnu tilefni
Páll Magnússon oddviti H listans sendir inn grein í gær á alla vefmiðla í Vestmannaeyjum þar sem hann dregur þá ályktun að Sjálfstæðisflokkurinn telji að það þurfi að sækja bæjarstjóra upp á land. Hvers vegna að hann telji þetta tilefni til greinaskrifa er mér ráðgáta. Páll vitnar þá í orð mín af framboðsfundinum í Eldheimum. […]
Að sturta niður
Mundu að sturta, segja konurnar okkar stundum þegar við erum búnir á klósettinu. Það er ekkert verra en að koma að klósetti með öllu gumsinu frá síðasta notanda. Þetta minnir mann á það hve sjálfsagt okkur finnst vera að sturta niður og óhugsandi þær aðstæður að það væri ekki hægt. Hér áður var vatni safnað […]