Nýtt verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Yfirfélagsráðgjafi Vestmannaeyjabæjar kynnti á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í liðinni viku nýtt verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna. Verklagið er hliðarafurð tilraunaverkefnisins “Aðgerðir gegn ofbeldi” og var unnið af yfirfélagsráðgjafa og fræðslufulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Verklagið er fyrir Grunnskólann, leikskólana, Framhaldsskólann, Tónlistarskólann, Frístund og félagsmiðstöðina. Verklagið verður kynnt starfsfólki viðkomandi stofnana í haust. (meira…)
Foreldrar hvattir til þess að ræða við börnin

Starfsmenn Félagsþjónustunnar og Barnaverndar Vestmannaeyja vilja hvetja alla foreldra til að setjast niður með börnunum sínum og ræða við þau um öryggi á netinu, sem og að fara yfir hvaða tölvuleiki og samfélagsmiðla barnið er að nota og hvort það sé leyfilegt þeirra aldri. Vakin er athygli á því að allir leikir og samfélagsmiðlar hafa […]