Fjörugar umræður um fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var fyrsta mál á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku þá fór fram seinni umræða. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2024 frá fyrri umræðu. “Þrátt fyrir að mörg sveitarfélög séu að glíma við áskoranir í rekstri og fjármögnun lögbundinna verkefna, með tilheyrandi lausafjárvanda, […]
Álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækkar

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Í fundargerð um málið segir eftirfarandi. “Undanfarnar vikur hefur vinna staðið yfir á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja við að skoða áhrif breytingar á álagningarprósentu fasteignaskatts á tekjur bæjarsjóðs. Bæjarráð mun taka afstöðu til álagningarprósentu fasteignaskatts fyrir árið 2024 á þessum fundi. Einnig liggur fyrir bæjarráði […]
Rekstur sveitarfélagsins er að þyngjast

Lögð voru fyrir bæjarráð í vikunni sem leið drög að fjögurra mánaða rekstraryfirliti fyrir bæjarsjóð. Samkvæmt rekstraryfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu fjóra mánuði ársins um 2,8% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 8,7% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu fjóra mánuði ársins er jákvæð. Bæjarstjóri lagði áherslu á mikilvægi þess að gætt sé […]
Batnandi hagur en áfram hallarekstur hjá 15 stærstu

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman helstu atriði fjárhagsáætlana fimmtán stærstu sveitarfélaga landsins fyrir árið 2023 en í þeim búa rúmlega 85% landsmanna. Staða Vestmannaeyjabæjar er nokkuð góð í þessum samanburði. Reikningum sveitarfélaga er skipt í tvo hluta, A-hluta sem einkum er rekinn fyrir skattfé og B- hluta, en þar eru stofnanir og fyrirtæki í […]
Lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2023

Á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku bar Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, upp lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2023. Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2023: Tekjur alls: kr. 5.313.718.000 Gjöld alls fyrir fjármagnsliði: kr. 5.195.138.000 Rekstrarniðurstaða,jákvæð: kr. 167.431.000 Veltufé frá rekstri: kr. 752.937.000 Afborganir langtímalána: kr. 25.265.000 Handbært fé í árslok: kr. 2.036.080.000 Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2023: Rekstrarniðurstaða […]
Rúmlega 228 m.kr. jákvæð rekstrarafkoma í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Áætlaðar tekjur á árinu 2023 eru 7.819 m.kr. og hækka um 726 m.kr. frá áætlun 2022. Tekjur eru varlega áætlaðar og ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2023 verði hærri en raunskatttekjur þessa árs. Rekstarútgjöld eru áætluð 7.625 m.kr. á árinu 2023. Sem fyrr eru fræðslu- […]
Rekstrarafkoma í samræmi við fjárhagsáætlun

Lögð voru fyrir bæjarráð á fundi ráðsins í síðustu viku drög að níu mánaða rekstraryfirliti fyrir samstæðu bæjarsjóðs. Samkvæmt rekstraryfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu níu mánuði ársins rúmum 13% hærri og heildarrekstrarkostnaður er rúmum 8,7% hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarafkoma fyrstu níu mánuði ársins er í samræmi við fjárhagsáætlun 2022. (meira…)
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fyrir árið 2023

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri flutti framsögu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2023. Fram kom í framsögu bæjarstjóra að óhætt sé að segja að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust, þrátt fyrir að sveitarfélög séu mörg hver nú að glíma við áskoranir í rekstri og fjármögnun lögbundinna verkefna, með […]
Óvissuþættir geta haft áhrif á fjárhagsáætlun

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, fór á fundi bæjarráðs í vikunni yfir stöðu undirbúnings að fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun áranna 2024-2026. Með hliðsjón af þeim forsendum sem bæjarráð samþykkti um undirbúning fjárhagsáætlunar 2023 og þeim fundum sem haldnir hafa verið í fagráðum og með bæjarfulltrúum, um eignfærðar og gjaldfærðar sérsamþykktir, er að komast mynd […]
Nýstofnuðum fyrirtækjum gert auðveldara fyrir

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær um að nýstofnuðum fyrirtækjum verði gert kleift að sækja endurgreiðslu í sjóð hjá sveitarfélaginu að hámarki 200.000 kr. vegna opinberra gjalda sem þau greiða til sveitarfélags (á borð við fasteignagjöld, leyfis- og lóðagjöld) og falla til á fyrsta starfsári félagsins. Ekki er um að ræða endurgreiðslu […]