Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Áætlaðar tekjur á árinu 2023 eru 7.819 m.kr. og hækka um 726 m.kr. frá áætlun 2022. Tekjur eru varlega áætlaðar og ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2023 verði hærri en raunskatttekjur þessa árs.
Rekstarútgjöld eru áætluð 7.625 m.kr. á árinu 2023. Sem fyrr eru fræðslu- og uppeldismál sá málaflokkur sem tekur mest til sín, en aukin áhersla hefur verið lögð á að efla þennan málaflokk undanfarin ár og verður áfram. Áfram verður gætt aðhalds í rekstri sveitarfélagsins og hagrætt þar sem við verður komið.
Gert er ráð fyrir 887 m.kr. til framkvæmda á næsta ári. Þar af er langstærsta framkvæmdin nýbygging við Hamarsskóla.
Meðal áhersluverkefna næsta árs er stytting Hörgeyrargarðs, rannsóknar- og þróunarverkefnið „Kveikjum neistann“, samstarf í ferðamálum, áframhaldandi heilsuefling eldri borgara (Janusarverkefnið), skipulagning nýrrar íbúðabyggðar og uppbygging tölvu- og upplýsingatæknimála hjá GRV.
Álögum stillt í hóf:
Viðbótarfjármagn er sett í leikskólana til að auka við snemmtæka íhlutun og mæta aukinni þörf fyrir leikskólapláss fyrir börn frá 12 mánaða aldri.
Fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar er sterk. Skuldir eru lágar og langt undir viðmiðunarmörkum sveitarstjórnarlaga. Það eru í raun fá, ef nokkur, sveitarfélög sem geta státað sér af álíka góðri skuldastöðu.
Úr framsögu Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var 1. desember 2022: „Það er ljóst að það er bjart framundan í rekstri Vestmannaeyjabæjar og raunar í öllu samfélaginu okkar, mörg spennandi verkefni í undirbúningi eða komin af stað. Við sjáum bjartsýni raungerast hér í Eyjum í formi fjárfestinga og uppbyggingar á vegum fyrirtækja og einstaklinga. Metnaður í fræðslu- og menntamálum hefur vakið mikla athygli á landsvísu og frábært að fylgjast með þeim spennandi hlutum sem eru í gangi í þeim málaflokki.“
Í fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir að áfram verði gætt aðhalds í rekstri, en jafnframt leitast við að veita sem besta þjónusta með þarfir bæjarbúa í huga.
Íris Róbertsdóttir
Bæjarstjóri Vestmannaeyja
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst