Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fyrir árið 2023
27. október, 2022

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri flutti framsögu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2023.

Fram kom í framsögu bæjarstjóra að óhætt sé að segja að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust, þrátt fyrir að sveitarfélög séu mörg hver nú að glíma við áskoranir í rekstri og fjármögnun lögbundinna verkefna, með tilheyrandi lausafjárvanda, rekstrartapi og skuldasöfnun.Gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu í áætluninni, en tekjur eru þó alltaf varlega áætlaðar og það er svo líka í þessari áætlun. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir um 166 m.kr. rekstrarafkomu á A- hluta og um 220 m.kr. rekstrarafkomu samstæðunnar, en áætlunin getur tekið einhverjum breytingum milli umræðna, sérstaklega vegna annarra áhersluverkefna sem ekki er búið að taka afstöðu til.

Gert er ráð fyrir sömu útsvarsprósentu milli ára, 14,46%, en álagsprósenta fasteignaskatts lækkar á íbúðarhúsnæði í fjórða skiptið á fimm árum og á atvinnuhúsnæði, þriðja árið í röð. Tillaga var samþykkt í bæjarráði fyrr í dag um hógværa hækkun gjaldskrár leikskólagjalda, matarkostnaðar fyrir börn í grunn- og leikskólum, matarkostnað hjá eldri borgurum og dagvistargjöld. Hækkunin er þó aðeins helmingur af þróun vísitölu neysluverðs. Mikilvægt er að stilla opinberum álögum í hóf til hagsbóta fyrir íbúa.

Í fjárhagsáætluninni er sömuleiðis gripið til margháttaðra aðgerða til að bæta þjónustu sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir 50.000 kr. frístundastyrk fyrir hvert barn. Jafnframt er gert ráð fyrir að reglur um lækkun fasteignaskatts á elli- og örorkulífeyrisþega tryggi áfram að tekjulágir eldri borgarar njóti afsláttar af fasteignaskatti, sorpeyðingargjöldum og lóðarleigu. Áfram verði myndarlegur stuðningur við markaðssetningu Vestmannaeyja. Gert er ráð fyrir heilsueflingu eldri borgara, rannsóknar- og þróunarverkefninu “Kveikjum neistann”, verkefni um snemmtæka íhlutun og eflingu nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi. Veittar verða 11 m.kr. í „Viltu hafa áhrif?“ og mun bæjarráð ákveða fjárstyrki til verkefna á milli umræðna.

Þá verður þó nokkru fjármagni veitt til umhverfismála, áframhaldandi uppbyggingu leikvalla og skólalóða, styttingu Hörgeyrargarðs, dýpkunar við Bæjarbryggju, orkuskipta hafnarinnar o.fl.

Í áætluninni er gert ráð fyrir að hægja á framkvæmdahraða og einbeita sér að færri framkvæmdum. Vega þar lang þyngst framkvæmdir við nýbyggingu Hamarsskóla, þar sem gert er ráð fyrir stórbættri aðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk og að Tónlistarskólanum verði komið þar fyrir. Gert er ráð fyrir um 300 m.kr. í þá framkvæmd á næsta ári. Sett hefur verið á laggirnar einkahlutafélag í eigu Vestmannaeyjabæjar, Eygló ehf., sem annast ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. Ljósleiðaravæðingin hefur gengið mun betur en búist var við. Reiknað er með að framkvæmdum við gamla Ráðhúsinu ljúki fyrir áramót. Við seinni umræðu verður farið ítarlega yfir verklegar framkvæmdir og áhersluverkefni. Ákvarðanir um nokkrar framkvæmdir verða teknar á milli umræðna, svo sem vegna klefa við Íþróttamiðstöðina og uppbyggingu skv. skýrslu um uppbyggingu á íþróttaaðstöðu.

Áfram verði gætt aðhalds og hagkvæmni í rekstri sveitarfélagsins, en áhersla lögð á góða þjónustu og að gera Vestmannaeyjar að enn áhugaverðari búsetukosti fyrir fjölskyldur, m.a. með skipulagningu nýs hverfis í Löngulá.

Sveitarfélög glíma við áskoranir í rekstri
Í niðurstöðu um málið lögðu fulltrúar E og H lista fram eftirfarandi bókun. “Sveitarfélög glíma við áskoranir í rekstri og í fjármögnun lögbundinna verkefna, á það líka við um Vestmannaeyjabæ en gert er ráð fyrir að staða bæjarsjóðs verði þó áfram traust. Áfram verður haldi í uppbyggingu og framkvæmdum m.a. til að tryggja atvinnu og verkefnastöðu hjá fyrirtækjum í Vestmannaeyjum, en jafnframt til þess að ljúka við þær framkvæmdir sem voru á áætlun til þess að bæta þjónustu við bæjarbúa. Í fjárhagsáætluninni er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórn, þar sem gætt verður aðhalds í rekstri bæjarins og varlega áætlað um tekjur.

Á síðasta kjörtímabili lagði meirihluti E- og H-lista áherslu á fræðslu- og fjölskyldumál og verður svo áfram. Markmið meirihluta E- og H-lista er að þær áherslur og breytingar sem gerðar hafa verið á rekstri bæjarfélagsins á undan förnum árum séu til að bæta þjónustu við íbúa og gera sveitarfélaginu kleift að sinna nauðsynlegum- og lögbundnum verkefnum. En þeim fer sífellt fjölgandi vegna ákvarðana ríkisvaldsins þar sem fjármagn hefur ekki fylgt með. Málaflokkur fatlaðra er van fjármagnaður af hálfu ríkisins og nauðsynlegt er að það verði leiðrétt.
Mikil gróska er í skólastarfi leik- og grunnskóla í Vestmannaeyjum og verið að stíga ný skref sem lofa góðu. Rannsóknar og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli.

Fjölmörg verkefni sem farið hefur verið í á undanförnum árum og gera Vestmannaeyjar að spennandi búsetukosti og fjölskylduvænna samfélagi.”

Vilja Sköpunarhús
Því var svarað með bókun frá bæjarfulltrúum D lista. “Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt þunga áherslu á að framkvæmdir vegna stækkunar Hamarsskóla verði forgangsverkefni framkvæmda sveitarfélagsins enda aðkallandi að bæta aðstöðu og aðgengi Tónlistarskóla Vestmannaeyja, frístundavers og starfsemi Hamarsskóla á borð við mat- og samkomusal. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram ýmsar hugmyndir við fjárhagsáætlunargerð m.a. varðandi stofnun og starfsemi Sköpunarhús. Fyrsti áfangi verkefnisins snýr að aðstöðu til tónlistarsköpunar fyrir ungt fólk. Markmið okkar er að Vestmannaeyjabær veiti ungu fólki fjölbreyttari tækifæri til afþreyingar, félagsstarfs og listsköpunar. Tónlist skipar stóran sess í menningarsögu og félagsstarfi í Vestmannaeyjum og er mikilvægt að skapa frjóan jarðveg fyrir listamenn framtíðarinnar svo að vestmannaeysk ungmenni verði áfram í fremstu röð í íslensku tónlistarlífi.

Sveitarfélög munu glíma við fjölmargar áskoranir á komandi ári og er Vestmannaeyjabær ekki þar undanskilinn. Því er mikilvægt að sýna ráðdeild í rekstri sveitarfélagsins, forgangsraða útgjöldum og þenja ekki reksturinn um of.”

Lykiltölur
Helga Jóhanna Harðardóttir, varaforseti bæjarstjórnar, bar upp lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2023:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að útsvarsprósenta verði 14,46%.

Fasteignaskattur af íbúðahúsnæði (A flokkur) verður 0,268%, af opinberu húsnæði (B flokkur) verður 1,32% og atvinnuhúsnæði (C flokkur) verður 1,4%.

Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2023:

Tekjur alls: 5.304.901.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði: 5.187.910.000
Rekstrarniðurstaða,jákvæð: 165.843.000
Veltufé frá rekstri: 751.349.000
Afborganir langtímalána: 25.265.000
Handbært fé í árslok: 2.178.241.000

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2023:

Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, er neikvæð: -8.490.000
Rekstrarniðurstaða Vatnsveitu: 0
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 73.503.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 0
Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands, hagnaður: 600.000
Rekstrarniðurstaða Eygló ehf., ljósleiðari, er neikvæð: -14.537.000
Rekstrarniðurstaða Herjólfs ohf., hagnaður: 2.669.000
Veltufé frá rekstri: 201.895.000
Afborganir langtímalána: 7.501.000

Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2023:

Tekjur alls: 7.805.737.000
Gjöld alls: 7.620.680.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 219.587.000
Veltufé frá rekstri: 953.244.000
Afborganir langtímalána: 32.766.000
Handbært fé í árslok: 2.178.241.000

Samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa að vísa fjárhagsáætlun 2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst