Fagna góðum árangri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sendu frá sér bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar varðandi upplýsingar um stöðu fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar. En málið var tekið fyrir á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs. Bókunina má lesa hér að neðan. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagnar þeim góða árangri sem teymið á fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar náði á síðasta ári við uppstokkun á kerfinu er snýr […]
Endurskoða jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar

Jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Til stendur að endurskoða jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar á næstunni. Þann 14. mars sl., var tekin fyrir gerð jafnréttisáætlunar í fjölskyldu- og tómstundaráði, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar. Þar var samþykkt að stofna starfshóp sem vinnur að gerð nýrrar jafnréttisáætlunar. Óskað er eftir aðkomu fulltrúa […]
Kostnaðar vegna framfærsluaðstoðar lækkaði um 39%

Staða fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi gerði grein fyrir stöðu fjárhagsaðstoðar árið 2022. Kostnaðar Vestmannaeyjabæjar vegna framfærsluaðstoðar lækkaði á milli áranna 2021 og 2022 um 39%. Helsta ástæða þess var markviss vinna við að aðstoða vinnufæra aðila í vinnu/virkni og þeim sem eru óvinnufærir […]
30 flóttamenn á leið til Eyja

Móttaka flóttafólks var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni sem leið. Fyrir liggja drög að samningi frá Vinnumálastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Um er að ræða allt að 30 umsækjendur sem eru væntanlegir til Vestmannaeyja á næstu vikum og mánuðum. Í samningum er mælt fyrir um lágmarksþjónustu sem á […]
Barnaverndarmál með breyttu sniði

Barnaverndarlög og ný skipan barnaverndarmála hjá sveitarfélögum voru til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs á dögunum. Barnaverndarmál eru sem fyrr á ábyrgð sveitarfélagsins en með breyttu sniði. Vestmannaeyjabær hefur fengið tímabundið leyfi til að reka eigin barnaverndarþjónustu en stefnt er að varanlegu leyfi á næstu vikum. Unnið er að því að ganga frá nokkrum […]
Leikvellir við Áshamar og Hrauntún

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs yfir stöðu endurbóta og uppbyggingu á leikvöllum á fyrirfram gefnum svæðum sem skilgreind eru sem leikvellir, opin svæði og leikvellir við stofnanir. Unnið er áfram eftir áætlun sem kynnt var í ráðinu 21. apríl 2020. Unnið er í góðri samvinnu við umhverfis- og framkvæmdasvið og […]
Fimm skipuð í starfshóp vegna sköpunarhúss

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja skipaði á fundi sínum í vikunni í starfshóp vegna sköpunarhúss. Ráðið skipar Gísla Stefánsson, Hildi Rún Róbertsdóttur, Hebu Rún Þórðardóttur, Ernu Georgsdóttur og Arnar Júlíusson í starfshóp um sköpunarhús. Hópurinn hefur það hlutverk að leggja til staðsetningu á sköpunarhúsinu, tillögur um starfsemi þess og framtíðarsýn. Um er að ræða hluta af […]
Leita allra leiða til að auka þátttöku ungmenna í félagsstarfi

Félagsmiðstöðin Strandvegi 50 var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni sem leið. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar kynnti starfsemi vetrarins. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna uppbyggilegu tómstunda- og félagsstarfi utan skólatíma. Félagsmiðstöðin er fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára. Skemmtileg dagskrá er í hverjum […]
Endurmat á starfsemi Kjarnans

Kjarninn, Strandvegi 26 var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála í Kjarnanum Strandvegi 26. Nýjar aðstæður og fjölgun íbúa auk aukins álags vegna þyngri þjónustuþarfa, aukinnar skammtímavistunar og erfiðleika við að manna þjónustuna kallar á endurmat á starfseminni. Í niðurstöðu þakkar ráðið kynninguna og felur framkvæmdastjóra að vinna […]
Búið að virkja starfshóp um móttöku flóttafólks

Móttaka flóttafólks var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Framkvæmdastjóri sviðs upplýsir um stöðu verkefnisins. Búið er að virkja starfshóp á vegum Vestmannaeyjabæjar sem hefur það hlutverk að aðstoða flóttafólk við að komast inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Í umræddum starfshópi eru Anna Rós Hallgrímsdóttir, Drífa Gunnarsdóttir, Klaudia Beata Wanecka og Lára […]