Harma að Vestmannaeyjabær hafi ekki fest kaup á gamla sambýlinu

Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar voru til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs en ráðið fjallaði síðast um félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar á 267. fundi sínum þann 09.09.2021. Fór þá framkvæmdastjóri og yfirfélagsráðgjafi yfir stöðu biðlista og mikilvægi þess að tryggja að húsnæði sé til taks fyrir einstaklinga sem þess nauðsynlega þurfa. Ráðið samþykkti fyrir sitt leiti að […]

Höfnuðu ósk um að ræða stöðu gamla sambýlisins

Fulltrúar sjálfstæðisflokksins í Fjölskyldu- og tómstundaráð lögðu fram tillögu á fundi ráðsins um breytingu á dagskrá fundarins. Óskuðu þau eftir að umræða um stöðu gamla sambýlisins að Vestmannabraut 58b og félagslega íbúðakerfisins yrði tekið á dagskrá fundarins. Formaður bar óskina upp við fundarmenn og var tillögunni hafnað með þremur atkvæðum gegn tveimur. Meirhlutinn lagði fram eftirfarandi […]

Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs, innleiðingu á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stöðu mála hjá Vestmannaeyjabæ. Umrædd lög taka gildi 1. janúar nk. og ná til þjónustu sem veitt er á vettvangi ríkis og sveitarfélaga m.a. innan skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu sveitarfélaga, auk verkefna lögreglu. Áherslan […]

Upplýsingum um rekstur aðildarfélaganna vantar í vinnu við framtíðarskipulag

Framtíðarskipulag og uppbygging íþróttamála í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í gær. Hér er rakinn ferill málsins. Á 3095. fundi bæjarráðs Vestmannaeyja þann 19. mars 2019 var lagt til að fjölskyldu- og tómstundaráð taki upp framtíðarskipulag og uppbyggingu íþróttamannvirkja í Vestmannaeyjum. Fjölskyldu- og tómstundaráð ræddi málið á 266. fundi sínum þann […]

Bíða með þátttöku í húsnæðissjálfseignarstofnun

Á fundi stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. september sl., var fjallað um verkefni sem snúa að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Fjölskyldu- og tómstundaráð fjallaði um málið í vikunni sem leið. Kynnt var hugmynd sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur mótað og felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) er starfi á […]

Vilja hækka frístundastyrk í 50.000 kr.

Frístundastyrkur var til umræðu á fundi fræðsluráðs sem fram fór í gær. Vestmannaeyjabær styrkir tómstundaiðkun allra barna á aldrinum 2 – 18 ára. Markmið og tilgangur frístundastyrksins er; a) styrkja börn á umræddum aldri til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þáttttöku óháð efnahag, b) ýta undir aukna hreyfingu og félagsþátttöku barna, c) […]

Vestmannaeyjabær þátttakandi í verkefninu Sigurhæðir

Yfirfélagsráðgjafi lagði til á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku að Vestmannaeyjabær taki þátt í og verði samstarfsaðili Soroptimistaklúbbs Suðurlands að verkefninu Sigurhæðir. Markmið verkefnisins er að bjóða sunnlenskum stúlkum og konum öruggan vettvang og aðstoð fagfólks til að vinna úr áföllum sem eiga rætur í kynbundnu ofbeldi, hvort sem það er tilfinningalegt, andlegt, […]

Dungeons og Dragons, Félóklúbburinn og listaklúbbur

Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar kynnti starfsemi vetrarins á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna uppbyggilegu tómstunda- og félagsstarfi utan skólatíma. Félagsmiðstöðin er fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára. Skemmtileg dagskrá er í hverjum mánuði þar sem allir ættu að finna eitthvað […]

Dagdvalarrýmum fjölgar

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu dagdvalar aldraðra á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði fyrir aldrað fólk sem býr í heimahúsum og er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og viðhalda færni einstaklinga til að geta búið sem lengst í sjálfstæðri búsetu. Dagdvölin er opin frá kl. 9 -16 alla virka […]

Fleiri fá greiddan sérstakan húsnæðisstuðning

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafi kynntu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni stöðu sérstaks húsnæðisstuðnings sem tekjulágir einstaklingar geta sótt um sem viðbót við hefðbundnar húsaleigubætur. Nokkur aukning hefur orðið á síðustu fjórum árum, á fjölda þeirra sem fá greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sem og hærri greiðslur. Sem dæmi má nefna að árið 2018 […]