Helgi Sig kveður ÍBV

Eftir tvö ár sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV hefur Helgi Sigurðsson óskað eftir að hætta með liðið eftir yfirstandandi keppnistímabil. Fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að frá því ÍBV og Helgi hófu samstarf hafa aðstæður hans breyst og óskaði hann eftir að fá að hætta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. […]
Sigur á heimavelli

Kvennalið ÍBV í Pepsi-Max deildinni fór með 3-1 sigur gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli fyrr í kvöld. Um er að ræða 16. umferð deildarinnar. Þóra Björg Stefánsdóttir, ÍBV, skoraði fyrsta mark leiksins en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir jafnaði síðar leikinn fyrir Stjörnuna. Olga Sevcova tryggði svo heimakvennum sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þess má geta […]
ÍBV – Stjarnan í dag

Kvennalið ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn á Hásteinsvelli í dag í Pepsí max deild kvenna. Stjarnan situr í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig úr 15 leikjum en ÍBV stelpurnar eru með 16 stig í sjöunda sætinu. Flautað verður til leiks klukkan 18.00 í dag. (meira…)
Stelpurnar fara á Selfoss

Selfoss og ÍBV mætast í dag Pepsí Max deild kvenna leikið verður á Jáverks-vellinum á Selfossi og hefst leikurinn klukkan 18.00. Selfoss liðið er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar en ÍBV í því sjöunda. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport. (meira…)
ÍBV liðið í sóttkví, fjórir smitaðir

Tveimur næstu leikjum ÍBV í Lengjudeild karla verður frestað eftir að fjórir lykilmenn liðsins greindust með Covid. Það eru grunsemdir um að fleiri í hópnum séu smitaðir og er allt liðið komið í sóttkví. Þetta staðfesti Daníel Geir Moritz formaður ÍBV í samtali við Fótbolta.net. Eyjamenn eru í góðri stöðu í toppbaráttu Lengjudeildarinnar, í öðru […]
Stelpurnar taka á móti botnliðinu

Eyjastelpur mæta Keflavík í dag klukkan 18.00 á Hásteinsvelli. ÍBV er í sjötta sæti Pepsí Max deildarinnar með 16 stig en lið Keflavíkur situr í botnsætinu með 9 stig. Leikurinn er aðgengilegur í beinu streymi á stod2.is. (meira…)
Mæta Kórdrengjum á Domusnovavellinum

ÍBV strákarnir leika kl. 16.00 í dag mikilvægan leik gegn Kórdrengjum á Domusnovavellinum í Breiðholti. Um miðjan dag í gær var orðið orðið uppselt á leikinn en takmarkað magn miða var í boði sökum takmarkana. Hægr verður að kaupa aðgang að leiknum á lengjudeildin.is. (meira…)
DB á leið til Svíþjóðar

Sóknarmaðurinn knái og einn besti leikmaður kvennaliðs ÍBV í sumar, Delaney Baie Pridham er á leið til Kristianstad í Svíþjóð og hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Samkvæmt heimasíðu KSÍ er hún búin að fá félagaskipti yfir til Svíþjóðar og má búast við því að Kristianstad muni tilkynna um komu hennar á næstunni. Þessu […]
Heimir orðaður við lið í Rússlandi

Heimir Hallgrímsson er sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Rostov í þarlendum fjölmiðlum í dag. Hann er sagður vera annar tveggja þjálfara sem koma til greina í starfið, rúv.is greindi frá. Þjálfarastaðan hjá Rostov losnaði á dögunum eftir að Valery Karpin yfirgaf félagið til að taka við rússneska landsliðinu. Rússneski fjölmiðillinn Eurostavka greinir frá […]
ÍBV og Afturelding mætast á Hásteinsvelli

ÍBV og Afturelding mætast í hörku leik á Hásteinsvelli í dag klukkan 14:00. Áhorfendasvæði verður skipt upp í nokkur hólf svo allir ættu að geta mætt á völlinn. Ekkert grill verður í hálfleik sökum gildandi reglna. Eyjamenn eru hvattir til að mæta í hvítu og láta í sér heyra og styðja ÍBV til sigurs! (meira…)