Vantar 50 leikskólapláss á næstu árum
Umsóknir í leikskóla og staða inntökumála var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir minnisblað um áætlaða leikskólaþörf næstu þrjú árin. Þar kom meðal annars fram að Kirkjugerð og Sóli taka til samans um 200 börn. Miðað við stærð árganga í dag og áætlun um 60 barna árganga […]
Foreldrar 19 barna þegið heimgreiðslur
Fræðsluráð fjallaði á fundi sínum í vikunni um heimgreiðslur. Fræðslufulltrúi fór yfir tölulegar upplýsingar varðandi heimgreiðslur frá því þær voru teknar upp í september 2022. Fram kemur að frá því í september hafi foreldrar 19 barna fengið samtals greiddar 4.944.498 kr. Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir upplýsingarnar. “Mikilvægt er að foreldrar geti nýtt sér […]
Árvekniátak um ábyrga förgun munntóbakspúða
Fræðsluráð fjallaði á fundi sínum í vikunni um öryggi á skólalóðum og þá sérstaklega með tilliti til aukninga á notuðum munntóbakspúðum sem liggja m.a. á skólalóðum og geta valdið hættu. En 3-4 börn leita á bráðamóttöku barna í hverri viku vegna nikótíneitrunar þar sem nikótinpúðar eru algengasta orsök slíkra eitrunar. Fræðsluráð telur í niðuststöðu sinni […]
Ný deild á Sóla tilbúin um mánaðarmótin
Staða inntökumála í leikskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær. Gert er ráð fyrir að börn fædd 2021, sem óskuðu eingöngu eftir leikskólavist á Sóla, verði komin í leikskóla um mánaðamótin febrúar-mars þegar ný deild á Sóla verður tilbúin. Nokkur börn í árgangi 2022 hafa hafið skólagöngu í Kirkjugerði. Sóli hefur svigrúm til […]
Í þágu 12-18 mánaða barna verður skóladagur þeirra styttur til kl. 15:00 frá næsta hausti
Fyrir fræðsluráði lá tillaga frá faghópi um gæðastarf og viðmið í leikskólum þess efnis að skóladagur yngsta aldurshóps í leikskólum sveitarfélagsins, þ.e. 12-18 mánaða, verði styttur þannig að börnin verði allajafna ekki lengur en til kl. 15:00 dag hvern í leikskólanum. Það er mat faghópsins að langur skóladagur þessa yngsta hóps er þeim íþyngjandi og […]
Aukinn fjöldi leikskólabarna áskorun
Leikskóla og daggæslumál voru til umræðu á fundi Fræðsluráðs í vikunni. Fræðslufulltrúi fór yfir minnisblað er varðar inntökumál leikskóla. Eins og staðan er í dag er reiknað með að öll börn fædd 2021 verði komin með leikskólavist upp úr áramótum, þ.e. þegar ný deild á Sóla er tilbúin. Verið er að skoða hvort hægt verði […]
Sumarlokun leikskóla og lengd opnun á gæsluvelli
Sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Lagt var til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2023 verði 14. júlí 2023 til og með 14. ágúst 2023. Leikskólar opna aftur eftir sumarlokun kl 10:00 þann 15. ágúst 2023. Ráðið samþykkti umrædda tillögu og leggur áherslu á að leikskólarnir tilkynni foreldrum/forráðamönnum […]
Auka stöðuhlutall sérkennslu í leikskólum
Gæðastarf og viðmið í leikskólum var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Fræðslufulltrúi fór yfir minnisblað sem skýrir frekar tillögu starfshóps um gæðastarf og viðmið í leikskólum. Lagt er til að sérkennslustjórar starfi við leikskólana í 80% stöðuhlutfalli í stað sérkennara í 50% stöðuhlutfalli. Aukinn kostnaður við þessa breytingu, skv. því sem fram […]
Gæðastarf og viðmið í leikskólum
Gæðastarf og viðmið í leikskólum var til umræðu á fundi fræðsluráðs í síðustu viku en um er að ræða framhald af 2. máli 364. fundar fræðsluráðs þann 5. október 2022 er varðar gæðastarf og viðmið í leikskólum. Framkvæmdastjóri sviðs kynnti kostnaðarmat við þær aðgerðir sem faghópur lagði til. Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir yfirferðina […]
Óskastaða að ferlið væri komið lengra
Framkvæmdarstjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti drög að teikningum að nýbyggingu við Hamarsskóla á fundi fræðsluráðs sem fór fram í gær. Í niðurstöðu ráðsins þakkar ráðið kynninguna einnig voru lagðar fram tvær bókanir. Utanaðkomandi aðstæður hafa tafið verkið Fulltrúar E- og H-lista lögðu fram eftirfarandi bókun. “Meirihluti E- og H-lista lýsir yfir ánægju með að drög […]