Tekist á um heimgreiðslur

Heimgreiðslur voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu heimgreiðslna eftir breyttar reglur sem tóku gildi 1. janúar sl. Í janúar lágu fyrir 14 umsóknir um heimgreiðslur fyrir börn sem eru orðin 12 mánuða gömul og á biðlista eftir leikskólaplássi. Af þeim fengu 7 fulla heimagreiðslu og 4 hlutagreiðslu. Þrír […]

Rúmlega 400% hækkun á 9. tímanum

Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar tók fyrir, á fundi sínum á mánudag, tillögur skólaskrifstofur Vestmannaeyja að endurskoðaðri gjaldtöku á leikskóla og innritunar- og innheimtureglum en tillögurnar voru unnar að ósk ráðsins frá 374. og 376. fundum ráðsins. Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram: 1. Gjaldtaka hjá yngsta aldurshópi leikskólanna, þ.e. 12-18 mánaða, verði hækkuð um næstu áramót þannig að […]

Sumarlokun leikskóla lengist

Samræmd dagatöl skóla og frístundavers voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Þar kom fram að skólaskrifstofa leggur til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2024 verði 10. júlí-14. ágúst og að opnað verði klukkan 10 þann 15. ágúst. Þetta er þá aukning um tvo lokunardaga frá síðasta sumri sem telst nauðsynlegt vegna fjölda […]

Bíða með að auglýsa stöðu aðstoðarskólastjóra

Grunnskóli Vestmannaeyja var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Um var að ræða framhald af 6. máli 376. fundar fræðsluráðs, skipurit GRV þar sem ákveðið var að yfirfara og meta skipurit hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Skipaður var starfshópur til að vinna að því. Starfshópurinn átti fundi með öllum stjórnendum GRV. Það er mat hópsins að […]

Yfirfara og meta skipurit GRV

Grunnskóli Vestmannaeyja var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Fram kom á fundinum að skapast hefur tækifæri til að yfirfara og meta skipuritið hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Lagt er til að skipaður verði starfshópur til að vinna að því og í honum verði, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fræðslufulltrúi sem verður jafnframt formaður stýrihópsins, formaður […]

Þörf á fjölgun leikskólarýma

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sl. miðvikudag tók ráðið fyrir erindi frá fræðsluráði Vestmannaeyja um eftirspurn eftir leikskólarými. Fræðsluráð telur þörf á fjölgun leikskólarýma til að mæta vaxandi eftirspurn skv. íbúaþróun. Miðað við forsendur að fjölgun barna verði um 60 börn á ári mun vanta um 20 rými á næsta ári og annað eins ári seinna. […]

Deilt um heimgreiðslur á fundi bæjarstjórnar

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sl. fimmtudag skapaðist mikil umræða meðal bæjarfulltrúa þegar liður sem varðaði umsóknir í leikskóla og stöðu inntökumála lá fyrir. Fram kemur í fundargerð að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um að fallið yrði frá áformum um tvöföldun heimgreiðslna til forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla frá 12-16 mánaða aldri. Fundarhlé […]

Vilja tvöfalda heimgreiðslur

Á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið lögðu fulltrúar meirihluta til að heimgreiðslur hækki úr 110.000 krónum og verði allt að 220.000 á mánuði við upphaf næsta fjárhagsárs og út árið 2024 en verði enduskoðaðar að þeim tíma liðnum. Fræðsluráð óskar eftir því að reglur um heimgreiðslur komi inn á næsta fund þar sem þær verði […]

Vilja ráða sérfræðing í 70% stöðu vegna nemenda sem glíma við miklar áskoranir

Úthlutun kennslustunda til skólastarfs var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni en um var að ræða framhald af 4. máli 364. fundar fræðsluráðs. Áætlun um úthlutun kennslustunda og stöðugilda annarra starfsmanna skólaárið lögð fram til staðfestingar. Jafnframt óskar skólastjóri eftir heimild til að ráða sérfræðing í 70% stöðu vegna nemenda sem glíma við miklar […]

Sjöunda bekk boðin þátttaka í vinnuskólanum

Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Lagt var til að bjóða börnum í 7. bekk þátttöku í vinnuskóla Vestmannaeyjabæjar sumarið 2023. Lagt er til að þau fái vinnu í fjórar vikur frá 9 – 16 alla daga vikunnar með klst í hádegismat líkt og aðrir í vinnuskólanum. Laun verði […]