Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum

Fræðslufulltrúi kynnti framtíðarsýn og áherslur í menntamálum 2022-2026 fyrir fræðsluráði í síðustu viku. Fræðsluráð skipaði á 326. fundi ráðsins þann 19. febrúar 2020 faghóp til að stýra vinnu að gerð framtíðarsýnarinnar. Faghópurinn var skipaður fræðslufulltrúa, kennsluráðgjafa grunnskóla, sérkennsluráðgjafa leikskóla, skólastjóra GRV, aðstoðarleikskólastjóra Víkurinnar, leikskólastjórum Kirkjugerðis og Sóla, fulltrúum leik- og grunnskólakennara, námsráðgjafa og fulltrúa foreldrafélags […]

Sex umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla

Þróunarsjóður leik- og grunnskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Fræðslufulltrúi fór yfir umsóknir í sjóðinn 2022-2023. Alls bárust sex umsóknir í sjóðinn þetta árið. Í niðurstöðu um málið þakkar ráðið yfirferðina og boðar að ráðið mun fara yfir umsóknir og meta þær. Umsóknum verður svarað fyrir 30. apríl eins og […]

Lærdóm má draga af málinu

Leikskóla og daggæslumál voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Fræðslufulltrúi upplýsti ráðsmenn um stöðu máls er varðar flutning nemenda af Sóla á Víkina. Í kynningu um málið fór fræðslufulltúi yfir yfirfærslu á Víkina undanfarin ár ásamt því að rekja aðdraganda og ferli varðandi yfirfærsluna í júní nk. Ráðið þakkaði fræðslufulltrúa greinargóða […]

Verulegar framfarir í lestri

Helga Sigrún Þórsdóttir kennsluráðgjafi, læsisfræðingur og aðstoðarkona hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar kynnti fyrstu niðurstöður úr mælingum í tengslum við Kveikjum neistann á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Stöðumatspróf sem metur þekkingu nemenda í 1. bekk á bókstöfum/hljóðum, lestur orða og setninga var lagt fyrir í september og janúar. Verulegar framfarir eru á […]

“Hafa áður þurft að verja sig fyrir dylgjum og lygum”

Minnihluti fræðsluráðs óskaði á fundi ráðsins í vikunni eftir að ummæli formanns bæjarráðs á 1581. fundi bæjarstjórnar, yrðu tekin á dagskrá, undir sérstökum dagskrárlið um starfshætti kjörinna fulltrúa. Þar sem leikskóla- og daggæslumál verða til efnislegrar umræðu undir 2. dagskrárlið þessa fundar, leggur formaður til að umræðan fari fram undir þeim dagskrárlið. Tillaga formanns var […]

Spá fjölgun leikskólabarna

Leikskóla og daggæslumál voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni en um var að ræða framhald af 2. máli 354. fundar fræðsluráðs. Skólaskrifstofan hefur farið yfir stöðu leikskólamála og metið áætlaða þörf á leikskólaplássum. Í gegnum árin hafa árgangar verið misstórir og því nokkrar sveiflur í þörf á leikskólaplássi. Einnig hefur þróun inntöku barna […]

Snemmtæk íhlutun er afar mikilvæg

Fræðslufulltrúi kynnti á fundi fræðsluráðs í vikunni niðurstöður úr Hljóm-2 skimunarprófi sem lagt var fyrir nemendur á Víkinni sl. haust. HLJÓM-2 er aldursbundin skimun sem er lögð fyrir til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Slök hljóðkerfis- […]

Allir komnir með spjaldtölvu

Spjaldtölvuinnleiðing Grunnskóla Vestmannaeyja var til umræðu áfundi fræðsluráðs á mánudag. Guðbjörg Guðmannsdóttir, verkefnastjóri, kynnti stöðuna á spjaldtölvuinnleiðingu GRV. Markmiði um tæki á nemanda hefur verið náð sem er afar ánægjulegt. Þá sýnir könnun sem gerð var meðal nemenda að þeim gengur vel að tileinka sér tæknina í námi og verkefni eru fjölbreyttari. Í niðurstöðu sinni […]

Öll starfsemi af Vestmannabraut 58b er komin í Kjarnann

Þjónustuíbúðir fatlaðs fólks við Strandvegi 26 voru til umræðu á fundi færðsluráðs fyrr í þessum mánuði. Framkvæmdastjóri sviðs gerði grein fyrir stöðu mála. Öll starfsemi íbúðanna að Vestmannabraut 58b hefur verið flutt yfir í Kjarnann að Strandvegi 26. Starfsmenn lögðu sig mikið fram að flutningurinn gengi sem best og eiga þeir þakkir skilið. Alls bættust […]

Styrkleikarnir eru margir en tækifæri til umbóta

Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri, kynnti helstu á fundi fræðsluráðs í vikunni niðurstöður úr ytra mati Menntamálastofnunar á Grunnskóla Vestmannaeyja. Matið kom heilt yfir ágætlega út, styrkleikarnir eru margir en tækifæri til umbóta einnig nokkur. Skólinn vinnur að umbótaáætlun út frá niðurstöðum matsins sem skilað verður til Menntamálastofnunar. Ráðið þakkaði kynninguna. “Þessi úttekt styrkir skólann í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.