Forhönnun hafin á viðbyggingu

Nýbygging við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðuna. Forhönnun er hafin og er framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs í samskiptum við arkitekt með þá vinnu. Unnið er m.a. að samræmingu gagna frá faghópi. Verkefnið er formlega komið til byggingarnefndar sem er bæjarráð. Þegar forhönnun […]

Smit haft nokkur áhrif á skólastarfið

Viðbrögð vegna veiruógnunar voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær. Skólastjórnendur fóru yfir stöðuna í leikskólum og grunnskóla. Smit dreifast hratt í samfélaginu þessa dagana og það hefur haft nokkur áhrif á skólastarfið. Ekki hefur þurft að loka skólum en einstaka bekkir í GRV, kjarnar og deildir leikskóla og starfsfólk hafa þurft að sæta […]

Menntastefna til 2030

Fræðslufulltrúi kynnti á fundi fræðsluráðs í gær fyrstu aðgerðaáætlun nýrrar menntastefnu til 2030. Þetta er fyrsta áætlun af þremur en í henni eru níu aðgerðir í forgangi 2021-2024: Heildstæð skólaþjónusta byggð á þrepaskiptum stuðningi sem styður við nám og farsæld barna og ungmenna. Skólaþróun um land allt. Markviss stuðningur við nemendur með fjölbreyttan tungumála- og […]

Styrking leikskólastigsins

Fræðslufulltrúi kynnti á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið skýrslu starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um styrkingu leikskólastigsins. Í skýrslunni eru m.a. settar fram tillögur er lúta að hagsmunum barna í leikskólastarfi, gæðaviðum í leikskóla, starfsumhverfi í leikskóla, fjölgun leikskólakennara og menntun starfsmanna í leikskóla og starfsþróun. Ráðið þakkaði kynninguna og fagnar tilurð þessarar skýrslu. Ráðið […]

Mikilvægur liður í forvörnum í svartasta skammdeginu

Umræður og upplýsingar um stöðu gangbrautavörslu við GRV fór fram á fundi fræðsluráðs í vikunni. Nemendur í 10. bekk sjá um gangbrautavörslu sem hófst mánudaginn 1. nóvember sl. Verkefnið er styrkt af Landsbankanum og er liður í fjáöflun 10. bekkjar fyrir skólaferðlag í vor. Í niðurstöðu ráðsins kemur fram að nemendur í 10. bekk hafa […]

Leita allra leiða að tryggja vistun eftir 12 mánaða aldur

Leikskóla og daggæslumál voru til umræðu á fundi fræðsluráðs sem fram fór í gær en um var að ræða framhald af 3. máli 349. fundar. Fræðslufulltrúi fór yfir umsóknir um leikskólavistun en þeim hefur fjölgað töluvert frá síðasta fundi fræðsluráðs. Í niðurstöðu sinni ítrekar fræðsluráð mikilvægi þess að leitað verði allra leiða til að tryggja […]

Leita allra leiða til að tryggja börnum leikskólavist eftir 12 mánaða aldur

Staðan á biðlista leikskóla var rædd á fundi fræðsluráðs í vikunni en 10 börn, fædd árið 2020, eru á biðlista auk 15 barna sem fædd eru árið 2021. Þá eru tvö eldri börn sem bíða eftir flutningi milli leikskóla. Eins og staðan er núna er fullt á Sóla og staðan um áramót óljós. Verið er […]

Sumarlokun leikskóla 2022

Umræður um sumarlokun og sumarleyfi leikskólanna sumarið 2022 fóru fram á fundi fræðsluráðs í gær. Undanfarin tvö sumur hafa leikskólar verið lokaðir í þrjár vikur og þá hafa foreldrar/forráðamenn valið tvær vikur til viðbótar þannig að sumarleyfi barns væri fimm vikur. Sumarið 2020 var sumarlokunin 6.-24. júlí og sumarið 2021 12.-29. júlí. Umræður voru um […]

Staðan á biðlista leikskólanna

Fræðslufulltrúi fór á fundi fræðsluráðs í gær yfir stöðu á biðlista leikskólanna og áætlun um inntöku næstu mánuði. Eftir því sem fram kom eru 11 börn, fædd 2020, á biðlista og 12 börn fædd 2021. Að auki eru eldri börn sem bíða eftir flutningi milli leikskóla. Ráðið þakkaði yfirferðina og mun taka málið upp aftur […]

Gagnrýna seinagang í húsnæðismálum GRV

Staðan á undirbúningi nýbyggingar við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu mála. Vinna við frumþarfagreiningu er á lokastigi og vinnan að færast yfir á hönnunarstig. Rætt hefur verið við arkitekt sem teiknaði viðbyggingu við skólann á sínum tíma um að koma að hönnun og teikningu […]