Vera skólum hvati til frekari skólaþróunar

Til stendur að vinna ytra mat á Grunnskóla Vestmannaeyja á haustönn 2021 málið var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Það er menntamálstofnun sér um framkvæmd ytra mats á grunnskólum fyrir hönd menntamálaráðuneytis og sveitarfélaga. Markmið með ytra matinu eru meðal annars að vera skólum hvati til frekari skólaþróunar, styðja stjórnendur og kennara í […]
Aukin hreyfing, áskorun miðað við færni og ástríðutímar

Fræðslufulltrúi kynnti stöðuna á þróunar- og rannsóknarverkefninu Kveikjum neistann á fundi fræðsluráðs í gær. Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum 17. ágúst sl. þar sem starfsdagur í GRV var helgaður verkefninu. Vinna í skólanum við undirbúning hefur þó staðið yfir í nokkurn tíma. Stofnuð hafa verið fimm teymi kennara miðað við áhersluþætti þróunarverkefnins og hófu […]
Himingeimurinn, lestrar hvatning og fótbolta stemning hljóta hvatningarverðlaun

Hvatningarverðlaun í leik- og grunnskóla voru kynnt á fundi fræðsluráðs í vikunni. Markmið með hvatningarverðlaunum er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin eru hugsuð sem hrós til þeirra sem sýnt hafa framúrskarandi vinnu og er einnig staðfesting á því að viðkomandi er fyrirmynd á því sviði sem viðurkenningin nær […]
Nýbygging í útboð í desember

Nýbygging við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær en um var að ræða framhald af 1. máli 342. fundar fræðsluráðs frá 8. apríl 2021. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs lagði fram nýja tímalínu framkvæmda. Gengið er út frá því að hönnunarforsendur verði tilbúnar í ágúst og í kjölfarið hægt að semja um hönnun. […]
Endurbætur á skólalóðum halda áfram

Staðan á endurbótum skólalóða GRV og Kirkjugerðis var rædd á fundi fræðsluráðs sem fram fór í síðustu viku. Á næstu vikum verður haldið áfram með endurbætur á skólalóðinni við Hamarsskóla. Þar verður komið upp m.a. ærslabelgi, stölluðu útikennslusvæði og bættu undirlagi. Á austurlóð leikskólans Kirkjugerðis verður svæðið drenað og undirlag lagað eins og kostur er. […]
Nýbygging við Hamarsskóla í þarfagreiningu

Staðan á undirbúningi við nýbyggingu við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Umhverfis- og framkvæmdasvið vinnur enn að þarfagreiningu og undirbúningsvinnu áður en nýbyggingin fer í hönnunarferil. Stefnt er að því að ljúka forvinnunni í haust og í framhaldinu fer verkefnið í hönnunarferil. Í fjárhagsáætlun ársins 2021 er gert ráð fyrir […]
Átta verkefni af þrettán fá styrk

Umsóknir fyrir þrettán verkefni bárust í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla en umsóknarfrestur var til 28. febrúar sl. Frá þessu var greint á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Fræðsluráð hefur farið yfir og afgreitt umsóknirnar og fá átta verkefni styrk úr sjóðum í ár. Heildarupphæð sem veitt verður úr sjóðnum er kr. 3.043.600 Umsóknum verður svarað […]
Leggja ríka áherslu á að kerfið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar

Fræðsluráð fundaði í síðustu viku til umræðu voru meðal annars samræmd próf í 9. bekk. Í íslenskuprófinu, sem var þann 8. mars sl., komu upp tæknileg vandamál í mörgum skólum sem gerðu það að verkum að margir nemendur misstu tengingu við prófið og þurftu að endurræsa og fara aftur inn. Í GRV náði tæplega 1/3 […]
Flestir velja sumarfrí í ágúst

Sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Foreldrar/forráðamenn leikskólabarna hafa valið tvær sumarleyfisvikur fyrir börn sín til viðbótar við sumarlokun sem verður 12.-30. júlí. Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi, fór yfir hvernig val foreldra á sumarleyfisvikum dreifist í kringum sumarlokunina. Foreldrar gátu valið sumarleyfisvikur með rafrænum hætti og bárust skráningar fyrir […]
Ellefu umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla

Umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla 2021 voru lagðar fram til kynningar á fundi fræðsluráðs í vikunni. Þetta er í annað skiptið sem Vestmannaeyjabær auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn og bárust ellefu umsóknir að þessu sinni. Ráðið þakkar kynninguna og skipar aðalmenn (varamenn taka sæti í forföllum aðalmanna) ásamt framkvæmdastjóra sviðsins og fræðslufulltrúa til að […]