Staðan á endurbótum skólalóða GRV og Kirkjugerðis var rædd á fundi fræðsluráðs sem fram fór í síðustu viku. Á næstu vikum verður haldið áfram með endurbætur á skólalóðinni við Hamarsskóla. Þar verður komið upp m.a. ærslabelgi, stölluðu útikennslusvæði og bættu undirlagi. Á austurlóð leikskólans Kirkjugerðis verður svæðið drenað og undirlag lagað eins og kostur er. Í ár er gert ráð fyrir fjármagni upp á 20 milljónum til umræddra framkvæmda. Þegar er búið að kaupa töluvert af leiktækjum og undirlagi sem bíður uppsetningar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst