Engar breytingar eru á gjaldskrá leikskóla

Könnun ASÍ á gjaldskrám leikskóla og frístundar var til umræðu á fundi fræðsluráð í síðustu viku. Formaður fræðsluráðs fór yfir helstu niðurstöður könnunar ASÍ á gjaldskrá leikskóla, skóladagvistunar og skólamáltíðum hjá sveitarfélögum. Engar breytingar eru á gjaldskrá leikskóla og skóladagvistunar hjá Vestmannaeyjabæ milli áranna 2020-2021. Fræðsluráð fagnaði niðurstöðum könnunarinnar. Stefna bæjaryfirvalda er að bjóða upp […]

Allir sem hafa komið að vinnunni eiga hrós skilið

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, kynnti viljayfirlýsingu sem Vestmannaeyjabær, Háskóli Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samtök atvinnulífsins eru aðilar að og var undirrituð 5. febrúar sl fyrir fræðsluráði í vikunni. Þátttökuaðilar lýsa yfir vilja til að taka þátt í og styrkja þróunar- og rannsóknarverkefnið Kveikjum neistann. Ráðið þakkaði bæjarstjóra fyrir kynninguna. Ráðið lýsir yfir mikilli ánægju með […]

Öll 12 mánaða börn geta fengið vistun, 21 á biðlista

Leikskóla og daggæslumál voru til umræðu á fundi fræðsluráðs á miðvikudag. Fræðslufulltrúi fór yfir stöðu leikskóla- og daggæslumála. 21 barn er á biðlista eftir leikskólaplássi. Öll börn sem náð hafa 12 mánaða aldri geta fengið vistun á leikskóla eins og staðan er í dag en það er þó bundið við Kirkjugerði þar sem fullt er […]

Óbreytt gjaldskrár stofnana fræðslumála

Gjaldskrá stofnana fræðslumála þ.e. leikskólagjöld, skólamáltíðir GRV, gjaldskrá frístundavers og tónlistarskólans var til umræðu í á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að hækka ekki gjaldskrár fyrir þjónustu Vestmannaeyjabæjar við börn. Gjaldskrár leikskóla, matarkostnaður barna á leik- og grunnskóla, Frístundavers og Tónlistarskóla Vestmannaeyja haldast því óbreytt milli ára. (meira…)

Nýir verkferlar skólaþjónustu er varða eineltismál

Fræðslufulltrúi kynnti á fundi fræðsluráðs í síðustu viku nýja verkferla skólaþjónustu er varða eineltismál í grunnskóla. Foreldrar/forráðamenn og/eða stjórnendur geta vísað máli til skólaþjónustu ef ekki hefur náðst viðunandi niðurstaða við vinnslu máls í skóla. Stjórnendur vísa máli til skólaþjónustu ef ekki gengur að ljúka máli í skóla en foreldrar/forráðamenn ef þeir eru ekki sáttir […]

Starfshópur skipaður um sumarlokun

Fræðsluráð fundaði í síustu viku þar kom fram að ráðið hefur vegið og metið niðurstöður úr ánægjukönnun sem gerð var meðal foreldra og starfsmanna og þá punkta sem komu frá stjórnendum leikskólanna eftir frekara samtal við starfsmenn. Ljóst þykir að skoða þarf málið frekar og því verður stofnaður starfshópur sem skipaður er tveimur fulltrúum fræðsluráðs, […]

Undir landsmeðaltali í þremur af fjórum samræmdum prófum

Niðurstaða samræmdra prófa í 4. og 7. bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Skólastjóri kynnti niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk sem lögð voru fyrir í september sl. 4. bekkur er með 29,2 í skólaeinkunn í íslensku og 28,9 í stærðfræði. Landsmeðaltalið er 30 og árangurinn því […]

Ánægja með teymiskennslu

Kynning á niðurstöðum úr ánægjukönnun sem gerð var meðal foreldra og nemenda varðandi teymiskennslu var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Skólastjóri kynnti niðurstöður úr könnuninni sem send var rafrænt á foreldra og nemendur í 6. bekk en sá árgangur var í teymiskennslu á síðasta skólaári. Svarhlutfall var gott hjá báðum hópum og heilt […]

Menntarannsókn rædd í fræðsluráði

Þátttaka GRV í menntarannsókn var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni en um var að ræða framhald af 3. máli 332. fundar fræðsluráðs þann 6. júlí 2020. Í niðurstöðu ráðsins segir: Það er jákvætt að í GRV sé horft til þróunarstarfs með það að markmiði að bæta árangur nemenda og getur fræðsluráð fallist á […]

Starfsdegi leikskólanna frestað á aukafundi

Samræmd dagatöl skóla og frístundavers voru til umræður á aukafundi í fræðsluráði á föstudag. Um var að ræða framhald af 6. máli 334. fundar fræðsluráðs þann 7. október 2020. Tillaga að nýjum starfsdegi leikskóla og frístundavers. Frestun starfsdags og vetrarleyfis GRV til umræðu. Fræðsluráð samþykkti að fresta starfsdegi leikskólanna sem á að vera skv. skóladagatali […]