Fræðsluráð fundaði í síustu viku þar kom fram að ráðið hefur vegið og metið niðurstöður úr ánægjukönnun sem gerð var meðal foreldra og starfsmanna og þá punkta sem komu frá stjórnendum leikskólanna eftir frekara samtal við starfsmenn. Ljóst þykir að skoða þarf málið frekar og því verður stofnaður starfshópur sem skipaður er tveimur fulltrúum fræðsluráðs, fræðslufulltrúa, fulltrúum foreldra og starfsmanna leikskólanna til að vinna tillögu að fyrirkomulagi sumarlokunar og sumarleyfis fyrir sumarið 2021 og skal hann skila af sér niðurstöðum á næsta fræðsluráðsfundi sem er 13. janúar 2021.
Ákvörðunarfælni tefur og eykur á óvissu
Fulltrúar D-lista í ráðinu bókuðu við þetta tilefni eftirfarandi “Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að skipa starfshóp en hefðu kosið að klára þetta mál á þessum fundi eins og stóð til að gera skv. bókun Fræðsluráðs á fundi nr. 337. Afstaða þjónustuþega og starfsmanna liggur fyrir en eftir stendur afstaða ráðsins. Þessi ákvörðunarfælni meirihlutans tefur málið að óþörfu sem eykur á óvissu þjónustuþega og starfmanna. Að taka ábyrgð er ekki bara að tala um verkefnin, en forða sér svo frá þeirri ábyrgð að taka erfiðar ákvarðanir.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst