Leikskóla og daggæslumál voru til umræðu á fundi fræðsluráðs á miðvikudag. Fræðslufulltrúi fór yfir stöðu leikskóla- og daggæslumála. 21 barn er á biðlista eftir leikskólaplássi. Öll börn sem náð hafa 12 mánaða aldri geta fengið vistun á leikskóla eins og staðan er í dag en það er þó bundið við Kirkjugerði þar sem fullt er á Sóla til hausts.
Dagforeldri er með fjögur börn í vistun. Ráðið þakkaði fræðslufulltrúa fyrir kynninguna og lýsti yfir ánægju með það að hægt sé að bjóða upp á vistun á leikskóla frá 12 mánaða aldri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst